fimmtudagur, september 29, 2005

einu sinni enn

Jæja nú ætla ég að prófa einu sinni enn að blogga, mér ætlar ekki að takast þetta. Fyrst datt allt mitt blogg út, ég var búin að skrifa alveg slatta og svo hef ég tvisvar sinnum sest niður og byrjað að skrifa enn verið trufluð og þurft að fara að gera eitthvað annað. Nú ætla ég að klára þó að klukkan er orðin allt of margt og ég ætti að vera farin að sofa.
Ég ætlaði nú að segja ykkur frá helginni en nú er nánast komin fimmtudagur og það sem gerðist síðustu helgi orðið næstum úrelt því það er að koma ný helgi. Tíminn líður svo fljótt og talandi um það þá er Geirmundur bara farin að ganga, litla babyið mitt ;) Hann verður komin í skóla áður en ég veit af. Það er voða sætt að sjá hann rölta um allt. Honum finnst þetta mikið stuð og er stoltur af sjálfum sér.
Þessi vika er búin að vera svoldið erilsöm, ég fór á minn fyrsta foreldrafund sem foreldri upp í leikskólanum hans Geirmundar, það eru tveir búnir að skoða íbúðina og svo erum við að fara að skrifa undir kaupsamninginn okkar á morgun fimmtudag. Vá ég trúi þessu varla svo á laugardaginn fáum við afhent samkvæmt samningnum og þá er þetta okkar.
Ég, Thelma og Ólöf skelltum okkur í göngutúr á þriðjudaginn sem var mjög hressandi og auðvitað voru öll börnin með, Rúnar Örn, sú óskírða og Geirmundur Viðar.
Jæja nú verð ég að koma mér í rúmið klukkan er orðin alltof margt.
heyrumst
kveðja Bryndís,
Ætli þetta takist núna?