Jæja, ég blogga bara aftur. Þið megið alveg blogga líka. Plís.
Þetta verður ekki langt hjá mér í dag. Er ennþá í vinnunni en í smá kókakóla og ríssúkkulaði pásu. Vissuð þið annars að maurar bragðast eins og kókakóla samkvæmt eigin reynslu hjá Magnúsi Fjalari litla frænda? Þá vitið þið það.
Allaveganna, horfði á íslenska Bachelor þáttinn í gær og svei mér þá, ég hefði alveg getað sofnað. Það var nákvæmlega ekkert í gangi, enginn Hollívúdd glamúr, bara eitthvað fólk að blaðra um sjálft sig. Americas next top model var miklu skemmtilegra. Þar er aksjón í gangi, bæsexúal og yfirlíðandi módel og svoleiðis. Ég mæli með því.
Hef ekkert meira að segja nema að á morgun (jey, það er að komið helgarfrí, helgarfrí, næstum því..) þá vorum við Bryndís (a.k.a. Diddís) að hugsa um að skella okkur í Kringluna og kíkja á föt og meira skemmtilegt. Viljið þið líka?
Kær kveðja og með frið í hjarta,
Ólöf Birna
föstudagur, september 23, 2005
Kveðja frá Íslandi
Birt af Ólöf kl. 2:45 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|