Sælar.
Var ekki viss um hvort ég kynni ennþá að blogga enda ár og öld síðan ég skrifaði inn hér síðast.
Langaði bara aðeins að vita hvað er í gangi hjá ykkur.
Einnig: ertu komin með húsnæði og vinnu, Ásta?
Annars er mjög lítið að frétta af mér. Lífið gengur sína vanalegu rútínu, vinna og sofa. Fór þó með Bryndísi og Rúnari til Selfossar í gær að kíkja á fínu íbúðina og líst mér mjög vel á þetta hjá þeim. TIl hamingju. Við Thelma fórum síðan á smá skrapp flipp um síðustu helgi og fjárfestum í þessari fínu sizzix vél. Bíð spennt eftir að hún komi til landsins ásamt öllum stimplunum sem við keyptum með vélinni. Ehemm.
Er síðan vonandi að fara í göngutúr á eftir með allaveganna Bryndísi. Vona að fleiri sjái sér fært um að mæta þó svo veðrið sé frekar óspennandi.
Kær kveðja,
Ólöf Birna
þriðjudagur, september 20, 2005
Blogg!!!!
Birt af Ólöf kl. 12:04 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|