mánudagur, október 24, 2005

MATARKLÚBBUR!!!!

Jæja skvísur. Hvernig líst ykkur á að hafa matarklúbb föstudaginn 4 nóv. Þetta yrði þá matarklúbbur okkar Ólafar. Það er bara kominn tími á eitt stykki matarboð. Svo er bara að láta þetta ganga áfram og bannað að hafa svona langt bil á milli (reiður karl).
Annars er ekkert að frétta...nema að ég er að fara út á föstudaginn og kem svo aftur heim á sunnudaginn...bara stutt stopp. Ætli maður reyni ekki að klára bara jólagjafirnar í ár þarna úti...H&M here i come ;o)

Jæja endilega látið ljós ykkar skína og segið hvort þetta hentar ykkur eður ei :o)

þriðjudagur, október 18, 2005

Ætlið þið að taka þátt í kvennafrídeginum

Sælar stúlkur

Ég var að horfa á kastljós og var þar verið að kynna prógrammið kvennadaginn næsta mánudag þar sem konur eiga að ganga út kl 14.08 því þær þéna víst bara 65% af heildarlaunum karla. Að vísu eru þessir útreikningar reiknaðir útfrá heildarlaunum og segja því ekki til um grunnlaun og kannski meira um vinnutíma karla vs kvenna. Á mínum vinnustað var gerð könnun og eru kvennlæknar nákvæmlega jafnfætis karlæknum í launum á öllum stjórnunarstigum (unglæknar, sérfræðingar, yfirlæknar, sviðsstjórar). Þar eð ég er alveg óvart komin einhverja aðstöðu sem talsmaður female leadership í læknisfræði þá er ég svolítið að pæla í þessum málum.. Var jafnvel að hugsa um að mæta í rauðum sokkum á mánudag og allar konurnar á deildinni ætla að leggja niður störf á þessum tíma. Hvernig er þetta hjá ykkur?

Kveðja Dögg

miðvikudagur, október 12, 2005

Hæ Stelpur

Ég verð nú að reyna að blogga eitthvað líka. Ég samhryggist ykkur ólöf og Bryndís innilega vegna fráfalls afa ykkar.

Það er allt gott að frétta af okkur. Við fórum í sumarbústað um helgina og höfðum það kósí saman, grilluðum og fórum í pottinn, auk þess sem ég föndraði svolítið (fleiri jólakort). Ég er búin að vera mjög aktíf í föndrinu undanfarið og er nærri hálfnuð með jólakortin og að verða búin að gera scrappbook um tælandsferðina. Ef ykkur vantar einhverjar hugmyndir þá á ég eitthvað af tímaritum bæði um kort og scrapp. Ég nota þau mikið þegar ég er að gera eitthvað nýtt.

Alltaf rosalega gaman í vinnunni. Í morgun tók ég á móti tvíburum og var það mjög gaman, fyrir utan legvatns baðið sem skvettist á mig alla og þurfti ég sturtu á eftir hmm. Annars er ég bara orðin nokkuð sleip í því að taka á móti börnum. Hvort sem er við eðlilegar fæðingar eð a flóknari.

Þegar við kíktum í sveitina um helgina þá voru þar svartir pumaskór sem enginn kannast við og hafa verið þar síðan að við héldum matarklúbbinn, kannast einhver við það að hafa tapað þeim?

Við erum á fullu í ræktinni og reynum að fara 4 sinnum í viku. Ég fór í spinning í fyrsta skipti í langan tíma í síðustu viku og ætla líka í þessari.

Annars hlakka ég til að hitta ykkur í næsta matarklúbb og er alltaf til í föndur..

Kv Dögg

föstudagur, október 07, 2005

Föndur!!!!

Helló girls!!! Eruð þið til í að koma heim til mín um helgina eða jafnvel í kvöld að föndra....er með stórt borðstofuborð sem mjög gott er að föndra við....;-) Þá get ég sleppt því að dröslast með allt föndurdótið mitt og Söru Daggrós eitthvert út. Hvað segið þið um það??? Ég get reyndar ekki föndrað á sunnudaginn eftir klukkan 16, en allur annar tími og dagur hentar mér fínt.

Endilega kommentið á stað, stund og áhuga.....

ps. hugsa stíft til þín á hverjum degi Ásta mín og ég vona að húsnæðismál og vinnumál fara að reddast hjá þér.

sunnudagur, október 02, 2005

Sara Daggrós :)

Til hamingju með nýja nafnið. Alveg einstaklega vel valið hjá foreldrunum. Einnig langar mig til að þakka Thelmu og Jóa fyrir kræsingar helgarinnar. Það er langt síðan að ég hef farið í slíka stórveislu. Hvað voru kökutegundirnar eiginlega margar??
Kv. Ólöf