Sælar stúlkur
Ég var að horfa á kastljós og var þar verið að kynna prógrammið kvennadaginn næsta mánudag þar sem konur eiga að ganga út kl 14.08 því þær þéna víst bara 65% af heildarlaunum karla. Að vísu eru þessir útreikningar reiknaðir útfrá heildarlaunum og segja því ekki til um grunnlaun og kannski meira um vinnutíma karla vs kvenna. Á mínum vinnustað var gerð könnun og eru kvennlæknar nákvæmlega jafnfætis karlæknum í launum á öllum stjórnunarstigum (unglæknar, sérfræðingar, yfirlæknar, sviðsstjórar). Þar eð ég er alveg óvart komin einhverja aðstöðu sem talsmaður female leadership í læknisfræði þá er ég svolítið að pæla í þessum málum.. Var jafnvel að hugsa um að mæta í rauðum sokkum á mánudag og allar konurnar á deildinni ætla að leggja niður störf á þessum tíma. Hvernig er þetta hjá ykkur?
Kveðja Dögg
þriðjudagur, október 18, 2005
Ætlið þið að taka þátt í kvennafrídeginum
Birt af Ólöf kl. 8:26 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|