Ég verð nú að reyna að blogga eitthvað líka. Ég samhryggist ykkur ólöf og Bryndís innilega vegna fráfalls afa ykkar.
Það er allt gott að frétta af okkur. Við fórum í sumarbústað um helgina og höfðum það kósí saman, grilluðum og fórum í pottinn, auk þess sem ég föndraði svolítið (fleiri jólakort). Ég er búin að vera mjög aktíf í föndrinu undanfarið og er nærri hálfnuð með jólakortin og að verða búin að gera scrappbook um tælandsferðina. Ef ykkur vantar einhverjar hugmyndir þá á ég eitthvað af tímaritum bæði um kort og scrapp. Ég nota þau mikið þegar ég er að gera eitthvað nýtt.
Alltaf rosalega gaman í vinnunni. Í morgun tók ég á móti tvíburum og var það mjög gaman, fyrir utan legvatns baðið sem skvettist á mig alla og þurfti ég sturtu á eftir hmm. Annars er ég bara orðin nokkuð sleip í því að taka á móti börnum. Hvort sem er við eðlilegar fæðingar eð a flóknari.
Þegar við kíktum í sveitina um helgina þá voru þar svartir pumaskór sem enginn kannast við og hafa verið þar síðan að við héldum matarklúbbinn, kannast einhver við það að hafa tapað þeim?
Við erum á fullu í ræktinni og reynum að fara 4 sinnum í viku. Ég fór í spinning í fyrsta skipti í langan tíma í síðustu viku og ætla líka í þessari.
Annars hlakka ég til að hitta ykkur í næsta matarklúbb og er alltaf til í föndur..
Kv Dögg
miðvikudagur, október 12, 2005
Hæ Stelpur
Birt af Ólöf kl. 1:44 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|