föstudagur, desember 23, 2005

Jóla hvað???

Halló allir Hákar

Þar eð við náðum nú ekki að halda litlu jólin okkar langar okkur að bjóða ykkur öllum gleðileg jól og hafið það nú sem best yfir hátíðarnar.

Kveðja Dögg og Grímur

mánudagur, desember 19, 2005

Takk, takk Háksmeðlimir

Ég vil þakka ykkur fyrir góð viðbrögð við síðustu færslu minni. Þið hugsuðuð öll til okkar og þeir sem komu ekki gátu bara ekki komið. Þakka ykkur kærlega fyrir að gefa ykkur tíma mitt í öllu jólastússinu, það er okkur alveg ómetanlegt og það munar um hvert og eitt einasta sem er gert og flýtir fyrir okkur. Núna er t.d. líka alveg heill flokkur af strákum að mála sem er alveg ótrúlega gott að sé klárað. Þið hafið alveg unnið ykkur inn gott matarboð sem verður við fyrsta tækifæri.
Jæja ég vildi bara segja þetta
Takk fyrir mig
bæjó Bryndís

föstudagur, desember 16, 2005

Jólin koma, jólin koma

Hæ hæ
Hvað segið þið gott hvernig væri að segja okkur Ástu nú frá hvernig var á jólahlaðborðinu. Var maturinn góður og misstum við af einhverjum kjaftasögum????

Ég var að velta fyrir mér helginni, ef ske kynni einhver er búin að öllu fyrir jólin og er í vandræðum hvað hann á af sér að gera á sunnudaginn verðum við Rúnar fyrir austan og höfum næg verkefni. Þannig að við þiggjum alla þá hjálp sem okkur býðst. Ég verð meira að segja að sleppa því að skera út laufabrauð þetta árið sem mér finnst vera alveg ómissandi í jólaundirbúningnum. En það er víst svona að vera að byggja á þessum árstíma.

Ég er heima núna með Geirmund veikan einu sinni enn :( en ég vona að það sé léttvægt í þetta skiptið. Svo á ég bara eftir að vinna tvo dag á Klettaborg og svo er ég hætt.

jæja best að fara að gera eitthvað, pakka t.d.
heyrumst
kveðja Bryndís

mánudagur, desember 12, 2005

Sælar skvísur

Hæ hæ

Nú er bara að koma að því, jólahlaðborðið okkar er á miðvikudaginn næsta kl 19 á Argentínu. Nú er því gott að fara að gera teygjuæfingar fyrir magann.... þe borða voða mikið næstu daga.

Hvernig gengur annars jólaundirbúningurinn hjá ykkur? Ég er búin að kaupa allar gjafirnar en á eftir að senda út kortin, skreyta, þrífa hmmmm (ef ég nenni)og ýmislegt fleira. Maður fær einhvernvegin alltaf á tilfinninguna að maður sé ekki búin að neinu..

Við kíktum á húsið á selfossi um helgina. Þetta mjakast fínt hjá ykkur Bryndís, við ætlum að kíkja eitthvert kvöldið í vikunni og hjálpa til við að mála og ef ykkur vantar pössun þá er það sjálfsagt hvenær sem er, ef Geirmundur samþykkir passarann það er að segja.

Kveðja Dögg

laugardagur, desember 03, 2005

Hæ stelpur mínar

Hvað segið þið gott? Það sem er að frétta af mér er að ég er að fara koma heim í næstu viku sama dag og Dögg kemur held ég (samt ekki með sama flugfélagi)þriðjudagin. Það er bara enga vinnu hér að fá, virðist vera eitthvað meira að gera í janúar. Eg fæ þó góð viðbrögð og sumir segja að þeir hringi í mig þegar eitthvað er að gerast eða ég er efst á lista...en það er bara ekkert að gerast og ég nenni þessu ekki lengur. Ætla bara koma heim og vinna hjá pabba mínum =( En þíðir ekkert að vera fúll yfir því það eru að koma jól og svona =)
Sjáumst bráðum