Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Bryndís
Hún á afmæli í dag
Til hamingju með daginn, vonandi var gott að borða á fjöruborðinu í gær..
Koss og knús
Dögg
laugardagur, apríl 29, 2006
Til hamingju með afmælið
Birt af Ólöf kl. 10:37 f.h. |
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Jóóó
Langar einhverjum á Manchester tónleikana?? Ásta? Þú er nú Breti. Þú verður kannski farin til Lundúna aftur :/
VOnandi svarar einhver (þó svo að svarið sé nei). Síðast kommentaði enginn nema ég (á mitt eigið innlegg)!! Ég hef á tilfinningunni að ég sé orðin svona second class í hópnum. Haldinn matarklúbbur þremur dögum áður en ég kem heim og svona... (ég er að reyna að troða inn samviskubiti svo einhver fái svona pittýþörf og aumki sig yfir mig og skelli sér á tónleikana). Langar engum að sjá Badly drawn boy?
Birt af Ólöf kl. 8:14 e.h. |
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Sumarmatarklúbbur
Hvernig líst ykkur á að Hákur fagni sumarkomunni saman á Selfossi og við höfum matarklúbbinn þá bara seinnipartinn á fimmtudaginn. Það kemur líklega bara best út að halda hann þá, svo sem flestir komist. Við ætlum að hafa matinn bara um fimmleytið. Ég vona bara að ég sjái ykkur öll og hlakka mikið þess ;)
Hæ hó og jibbý jei og jibbý og jei það er að koma sumardagurinn fyrsti. :)
Bæjó Bryndís
P.S. ef einhverjir haf áhuga á að taka daginn snemma á Selfossi þá verður örugglega eitthvað um að vera hér skrúðgöngur eða eitthvað fyrir börnin. Þetta er svona fjölskyldudagur og því verður þetta einnig barnvænn matarklúbbur.
Birt af Ólöf kl. 9:32 e.h. |
mánudagur, apríl 17, 2006
Matarklúbbur, komin tími til...
Hæ hæ og Gleðilega páska !!!
Þetta er kannski pínu stuttur fyrirvari en við vorum að spá í að drífa í að halda matarklúbb sem átti að vera búin fyrir löngu síðan. Ef allir komast á miðvikudagskvöldið núna í þessari viku. Þá er Sumardagurinn fyrsti daginn eftir og frí hjá okkur flestum. Hvað segið þið um þetta ??? Ólöf verður þú svekkt, við höldum bara einkamatarklúbb fyrir þig þegar þú kemur :)
Endilega commentið og látið vita hvort þið komist.
kveðja Bryndís og Rúnar
Birt af Ólöf kl. 11:50 f.h. |
mánudagur, apríl 10, 2006
Fyrstu dagarnir
Sæl öll og takk fyrir alla hjálpina um helgina. Við höfum það afskaplega gott í Tjaldhólunum. Erum búin að þrífa að mestu og öll stærri húsgögn komin á sinn stað en ennþá slatti af kössum sem bíður. Þvottavélin er tengd, uppþvottavélin að mestu og ískápurinn farinn að virka. Eldavélin er ekki enn komin í gagnið en það kom ekki að sök í gær því fjölskylda Gríms kom í heimsókn með kvöldamtinn með sér. Það eru allir velkomnir í heimsókn. Síminn okkar er enn ekki tengdur en við notum gemsana. Látið í ykkur heyra...
Kveðja Dögg og Grímur
Birt af Ólöf kl. 11:42 f.h. |
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Samþykkt!!!!!!
Jibbí
Við fengum samþykkt hjá bankanum í dag og skrifuðum undir skuldabréfið. Því var svo skilað á fasteignasöluna og á morgun kl 14 skrifum við undir kaupsamning og fáum lyklana af húsinu.....
Svo nú erum við að fara að pakka
Vei vei vei
Dögg og Grímur
Birt af Ólöf kl. 4:51 e.h. |
mánudagur, apríl 03, 2006
Af frekari íbúðarmálum
Hæ
þó enn sé ekkert komið á hreint í okkar málum finn ég mig knúna til að blogga svolítið um húsnæðismál okkar. Málið er svo við erum búin að gera tilboð í raðhús á Selfossi. Hvorki meira né minna í götunni hjá Bryndísi og Rúnari. Húsið er 156 fm með bílskúr og alveg nýtt. Fullbúið með gólfefnum og flestum ljósum. Við fengum gagntilboð sem við samþykktum. Við erum að bíða eftir greiðslumati en höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá bankanum.
Við skiluðum inn greiðslumati á fimmtudag, áttum að fá svör á föstudag en í síðasta lagi í dag. Á föstudag var þjónustufulltrúinn okkar veik og við gátum engin svör fengið. Í dag var hún enn veik en annar þjónustufulltrúi tók að sér að athuga þetta. Kl 15 var hringt í okkur og sagt að vegna flutninga á fasteignamatsþjónustunni og þess að faxtækið var ekki tengt var beiðnin ekki komin til þeirra. Við þurftum að bruna í bankann og keyra með pappírana á sinn stað og enn bíðum við eftir svari....
Arrrggggg
Við erum að verða vitlaus á þessu. Húsið verður afhennt við kaupsamning og við ætlum að flytja inn sem fyrst og við þorum ekki einu sinni að pakka niður fyrr en þetta liggur fyrir. Sem sé sjötti dagur í bið...Er einhver með reynslusögur af svona ástandi.
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 7:25 e.h. |
Af frekari íbúðarmálum
Hæ
þó enn sé ekkert komið á hreint í okkar málum finn ég mig knúna til að blogga svolítið um húsnæðismál okkar. Málið er svo við erum búin að gera tilboð í raðhús á Selfossi. Hvorki meira né minna í götunni hjá Bryndísi og Rúnari. Húsið er 156 fm með bílskúr og alveg nýtt. Fullbúið með gólfefnum og flestum ljósum. Við fengum gagntilboð sem við samþykktum. Við erum að bíða eftir greiðslumati en höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá bankanum.
Við skiluðum inn greiðslumati á fimmtudag, áttum að fá svör á föstudag en í síðasta lagi í dag. Á föstudag var þjónustufulltrúinn okkar veik og við gátum engin svör fengið. Í dag var hún enn veik en annar þjónustufulltrúi tók að sér að athuga þetta. Kl 15 var hringt í okkur og sagt að vegna flutninga á fasteignamatsþjónustunni og þess að faxtækið var ekki tengt var beiðnin ekki komin til þeirra. Við þurftum að bruna í bankann og keyra með pappírana á sinn stað og enn bíðum við eftir svari....
Arrrggggg
Við erum að verða vitlaus á þessu. Húsið verður afhennt við kaupsamning og við ætlum að flytja inn sem fyrst og við þorum ekki einu sinni að pakka niður fyrr en þetta liggur fyrir. Sem sé sjötti dagur í bið...Er einhver með reynslusögur af svona ástandi.
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 7:25 e.h. |
sunnudagur, apríl 02, 2006
Skamm, skamm
Halló stelpur
Það hefur verið með eindæmum dræm traffík hérna inni undanfarna daga og vikur. Væri mjög skiljanlegt ef ekkert væri að gerast en.... Mér hefur borist til augna stórfrétt frá einu parinu í vinahópnum við að skoða barnalands síður áðan. Hvernig stendur á því að viðkomandi par hefur ekki þótt ástæða til að tilkynna fasteignakaup... Haaa
Sigurveig og Óli, skamm skamm skamm
Á þessum bænum hafa verið þreyfingar í fasteignamálum en ekkert er orðið pottþétt og því ekkert farið að tilkynna ennþá. En það verður fyrsta verk ef samningar nást. Svo Sigurveig og Óli við viljum smáatriði og það strax!!!!
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 7:27 e.h. |