mánudagur, apríl 03, 2006

Af frekari íbúðarmálum


þó enn sé ekkert komið á hreint í okkar málum finn ég mig knúna til að blogga svolítið um húsnæðismál okkar. Málið er svo við erum búin að gera tilboð í raðhús á Selfossi. Hvorki meira né minna í götunni hjá Bryndísi og Rúnari. Húsið er 156 fm með bílskúr og alveg nýtt. Fullbúið með gólfefnum og flestum ljósum. Við fengum gagntilboð sem við samþykktum. Við erum að bíða eftir greiðslumati en höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá bankanum.

Við skiluðum inn greiðslumati á fimmtudag, áttum að fá svör á föstudag en í síðasta lagi í dag. Á föstudag var þjónustufulltrúinn okkar veik og við gátum engin svör fengið. Í dag var hún enn veik en annar þjónustufulltrúi tók að sér að athuga þetta. Kl 15 var hringt í okkur og sagt að vegna flutninga á fasteignamatsþjónustunni og þess að faxtækið var ekki tengt var beiðnin ekki komin til þeirra. Við þurftum að bruna í bankann og keyra með pappírana á sinn stað og enn bíðum við eftir svari....

Arrrggggg

Við erum að verða vitlaus á þessu. Húsið verður afhennt við kaupsamning og við ætlum að flytja inn sem fyrst og við þorum ekki einu sinni að pakka niður fyrr en þetta liggur fyrir. Sem sé sjötti dagur í bið...Er einhver með reynslusögur af svona ástandi.

Kveðja Dögg