mánudagur, apríl 10, 2006

Fyrstu dagarnir

Sæl öll og takk fyrir alla hjálpina um helgina. Við höfum það afskaplega gott í Tjaldhólunum. Erum búin að þrífa að mestu og öll stærri húsgögn komin á sinn stað en ennþá slatti af kössum sem bíður. Þvottavélin er tengd, uppþvottavélin að mestu og ískápurinn farinn að virka. Eldavélin er ekki enn komin í gagnið en það kom ekki að sök í gær því fjölskylda Gríms kom í heimsókn með kvöldamtinn með sér. Það eru allir velkomnir í heimsókn. Síminn okkar er enn ekki tengdur en við notum gemsana. Látið í ykkur heyra...

Kveðja Dögg og Grímur