föstudagur, júní 30, 2006

Ég hef eiginlega ekkert að segja

En ég er á Heilsugæslunni að bíða eftir sjúklingi og ætla því að reyna að finna eitthvað áhugavert að segja.

HMMmmmm nú er farið að hylla undir pallabyggingu við Tjaldhólana. Við Grímur fórum í heimsókn til nágrannanna í gær og ræddum pallasmíði. Þau eru einmitt að fara að byrja á sínum palli. þetta er indælis fólk á miðjum aldri og ætla þau að gera svipað stóran pall við sitt hús. Hreyfðu að minnsta kosti engum mótmælum. Vegna veikinda hjá hinum háksmeðlimunum í götunni verður væntanlega ekki byrjað fyrr en eftir helgi en vonandi verður hann þá fljótur að rísa.

Við erum að safna á fullu fyrir lokagreiðslunni sem við borgum 1 ágúst og getum ekki beðið með að vera búin að klára þetta. Þá getur maður kannski farið að safna fyrir einhverju öðru eins og til dæmis húsgögnum í allt þetta rými. Það var mjög fyndið að koma inn til nágrannanna í gær og sjá hvernig stofan liti út með nóg af húsgögnum.

Ég er núna alveg búin að klára skrapp brúðkaupsalbúmin fyrir Elsu og Ólöfu og meira að segja búin að binda þau inn. Ég er þá að fara að byrja á nýju albúmi en get ekki alveg ákveðið á hvaða verkefni ég á að byrja. Nóg á ég af myndum. Ef einhver hefur góða tillögu endilega láta hana flakka. Valið stendur á milli 1) árin í læknadeildinni 2) vinahópurinn og það sem við tökum okkur fyrir hendur 3) Fjölskyldan (ættaralbúm, en mig vantar en slatta af myndum í það) 4) USA ferð 5) Barceolona ferð 6) Gautaborgarferð og endilega komið með fleiri tillögur.

Jónas bróðir bíður enn eftir dóttur nr 2 sem fæðist á næstu dögum.

Allar fréttir búnar sorrý

kveðja Dögg

mánudagur, júní 26, 2006

Hvað varð um "útlendingana" okkar???

Hæ stúlkur, hafið þið eitthvað heyrt frá "útlendingunum" okkar, þeim Ólöfu og Ástu??? Veit reyndar að Ásta er ekki með netsamband eins og er og er komin með vinnu.....til hamingju með það Ásta :-) En Ólöf!! Ertu með gsm símann með þér úti eða bara ertu ekki með netsamband??? Er hægt að senda sms á Ruben til að koma til þín skilaboðum, eða er hægt að senda þér skilaboð í símann þinn?? Er nefnilega búin að senda þér nokkur skilaboð á sms en aldrei fengið svar......hummmm :-( Endilega ef þið hinar hafið "heyrt" í þeim komið með slúðrið ;-)

Annars er ég heima næstu tvær vikurnar vegna þess að ég fór í aðgerð á ökkla síðasta föstudag og er að jafna mig eftir hana. Dóttir dagmömmunnar er svo yndisleg og ætlar hún að koma með Söru Daggrós heim á daginn og sækja hann Rúnar Örn í leiðinni á leikskólann og koma með hann heim. Hún ætlar að gera þetta út þessa vikuna, en þá ætti ég vonandi að fara að geta gengið og sótt börnin í næstu viku sjálf.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, endilega komið með fréttir af ykkur.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Afmælisboð !!

Halló allir vinir mínir í Háki

Ég ætla að bjóða ykkur í afmælið mitt á sunnudaginn 18. júní klukkan þrjú. Ég vona að sem flestir komist og hlakka ég mikið til að sjá ykkur því það verður mikið fjör.
Sjáumst hress og kát
kveðja Geirmundur Viðar 2 ára

sunnudagur, júní 11, 2006

Útlaginn 2006

Skipulagsnefnd Háks kynnir með stolti, óvissuferð sumarsins: Útlaginn 2006. Ferðin verður haldin laugardaginn 19 ágúst sem er sami dagur og menningarnótt er. Skipulagt prógramm hefst stundvíslega kl 09. Sami háttur verður á og síðast. Háksmeðlimum verður skipt í tvö lið og í ár verður keppnisandinn efldur til muna og verða verlaun í boði fyrir það lið sem vinnur keppnina.

Við hvetjum alla til að taka daginn frá, og tryggja barnapössun svo næg þáttaka fáist.

Kveðja Sigurveig og Dögg

mánudagur, júní 05, 2006

Eva Rós...

... var það, heillin. Alveg einstaklega fallegt nafn á alveg einstaklega fallegt barn (enda fædd inn í Háksfjölskylduna). Til hamingju með skírnina á frumburðinum, kæru foreldrar.