sunnudagur, júní 11, 2006

Útlaginn 2006

Skipulagsnefnd Háks kynnir með stolti, óvissuferð sumarsins: Útlaginn 2006. Ferðin verður haldin laugardaginn 19 ágúst sem er sami dagur og menningarnótt er. Skipulagt prógramm hefst stundvíslega kl 09. Sami háttur verður á og síðast. Háksmeðlimum verður skipt í tvö lið og í ár verður keppnisandinn efldur til muna og verða verlaun í boði fyrir það lið sem vinnur keppnina.

Við hvetjum alla til að taka daginn frá, og tryggja barnapössun svo næg þáttaka fáist.

Kveðja Sigurveig og Dögg