En ég er á Heilsugæslunni að bíða eftir sjúklingi og ætla því að reyna að finna eitthvað áhugavert að segja.
HMMmmmm nú er farið að hylla undir pallabyggingu við Tjaldhólana. Við Grímur fórum í heimsókn til nágrannanna í gær og ræddum pallasmíði. Þau eru einmitt að fara að byrja á sínum palli. þetta er indælis fólk á miðjum aldri og ætla þau að gera svipað stóran pall við sitt hús. Hreyfðu að minnsta kosti engum mótmælum. Vegna veikinda hjá hinum háksmeðlimunum í götunni verður væntanlega ekki byrjað fyrr en eftir helgi en vonandi verður hann þá fljótur að rísa.
Við erum að safna á fullu fyrir lokagreiðslunni sem við borgum 1 ágúst og getum ekki beðið með að vera búin að klára þetta. Þá getur maður kannski farið að safna fyrir einhverju öðru eins og til dæmis húsgögnum í allt þetta rými. Það var mjög fyndið að koma inn til nágrannanna í gær og sjá hvernig stofan liti út með nóg af húsgögnum.
Ég er núna alveg búin að klára skrapp brúðkaupsalbúmin fyrir Elsu og Ólöfu og meira að segja búin að binda þau inn. Ég er þá að fara að byrja á nýju albúmi en get ekki alveg ákveðið á hvaða verkefni ég á að byrja. Nóg á ég af myndum. Ef einhver hefur góða tillögu endilega láta hana flakka. Valið stendur á milli 1) árin í læknadeildinni 2) vinahópurinn og það sem við tökum okkur fyrir hendur 3) Fjölskyldan (ættaralbúm, en mig vantar en slatta af myndum í það) 4) USA ferð 5) Barceolona ferð 6) Gautaborgarferð og endilega komið með fleiri tillögur.
Jónas bróðir bíður enn eftir dóttur nr 2 sem fæðist á næstu dögum.
Allar fréttir búnar sorrý
kveðja Dögg
föstudagur, júní 30, 2006
Ég hef eiginlega ekkert að segja
Birt af Ólöf kl. 10:21 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|