mánudagur, júní 26, 2006

Hvað varð um "útlendingana" okkar???

Hæ stúlkur, hafið þið eitthvað heyrt frá "útlendingunum" okkar, þeim Ólöfu og Ástu??? Veit reyndar að Ásta er ekki með netsamband eins og er og er komin með vinnu.....til hamingju með það Ásta :-) En Ólöf!! Ertu með gsm símann með þér úti eða bara ertu ekki með netsamband??? Er hægt að senda sms á Ruben til að koma til þín skilaboðum, eða er hægt að senda þér skilaboð í símann þinn?? Er nefnilega búin að senda þér nokkur skilaboð á sms en aldrei fengið svar......hummmm :-( Endilega ef þið hinar hafið "heyrt" í þeim komið með slúðrið ;-)

Annars er ég heima næstu tvær vikurnar vegna þess að ég fór í aðgerð á ökkla síðasta föstudag og er að jafna mig eftir hana. Dóttir dagmömmunnar er svo yndisleg og ætlar hún að koma með Söru Daggrós heim á daginn og sækja hann Rúnar Örn í leiðinni á leikskólann og koma með hann heim. Hún ætlar að gera þetta út þessa vikuna, en þá ætti ég vonandi að fara að geta gengið og sótt börnin í næstu viku sjálf.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, endilega komið með fréttir af ykkur.