sunnudagur, júlí 30, 2006

Tilkynningarskyldan

Halló hópur

Ég hef fulla og örugga trú um að allar tilkynningar um allt sem er að gerast í lífi Háksmeðlima eigi að birtast hér. Soooo here goes:

Við höfum á kveðið að gifta okkur. Hringar voru settir upp við mjög svo látlausa athöfn á Rauða Húsinu á Eyrabakka í dag. Við höfum þegar ákveðið daginn 12 Maí næstkomandi sem er laugardagur aðra helgina í Maí.

Brúðkaupsdagurinn var valinn með marga þætti í huga, mátti ekki vera um sumar vegna vinnu foreldra okkar. Mátti ekki vera um haustið því þá væri það of nálægt brúðkaupi Thelmu og Jóa. Mátti ekki dragast of lengi því þá væru svo margir af vinum okkar farnir erlendis í sérnám.

Já þannig er nú það, nú má fara að merkja daginn inn á dagatalið. Svei mér þá...

Kveðja úr sveitinni
Dögg og Grímur

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Afmælisboð - TAKA 2!!!

Jæja þá erum við búin að ákveða að halda upp á 1 árs afmæli litla lasarusarins næstkomandi sunnudag (30.júlí) kl. 15:00 heima hjá okkur. Vonumst til að sjá sem flesta háksmeðlimi, maka og börn :-) Endilega látið okkur vita hvort þið komist eða ekki.

Kveðja Thelma og co.

sunnudagur, júlí 16, 2006

Jeijjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj

Ég á bara ekki til aukatekið orð. Ég er búin að rembast við það að komast inn á þetta blogg...en ég mundi bara ekki leyniorðið...hvorki það sem ég á eða okkar...þannig að á endanum gafst ég upp og fékk allar upplýsingar hjá Dögg.
Ég var að spá í...ef það verður gott veður þann 29 þessa mánaðar hvort við ættum ekki að skella okkur í Furulund...eða eitthvað lund í Kópavogi og grilla og hafa gaman. Hjördís (systir hans Óla) sá þennan stað um daginn og fór með krakkana á leikjanámskeiðinu þangað...rosa fín aðstaða fyrir börn og fullorðna :o)
Getum fengið okkur góðan hádegismat í góða veðrinu sem verður 29 júlí...Úpsíbúbsí... kannski er afmælið hennar Söru þennan dag. Við gætum líka haft þetta á sunnudeginum eða föstudeginum ef afmælið hennar Söru á laugardeginum. En bara svona svo þið séuð í gírnum...ef það verður gott veður frá 27-30 júlí þá getum við skellt okkur þangað :o)

Over and out...Sigurveig

mánudagur, júlí 10, 2006

Afmælisboð!!!

Jæja þá er litla daman að verða 1 árs og í tilefni dagsins ætlum við að bjóða ykkur háksmeðlimum, mökum og börnum í afmælisveislu næstkomandi laugardag (15.júlí) klukkan 15:00. Endilega látið mig vita hvort þið komist eða ekki. Hlakka til að sjá ykkur.

ps. hverjar komast svo í saumó til mín annað kvöld (11.júlí)?? Ólöf er að fara af landi brott aftur og ég er karlalaus þetta kvöld og finnst mér alveg tilvalið að hittast aðeins og kveðja dömuna aftur :-)

Kveðja Thelma og co.