Halló hópur
Ég hef fulla og örugga trú um að allar tilkynningar um allt sem er að gerast í lífi Háksmeðlima eigi að birtast hér. Soooo here goes:
Við höfum á kveðið að gifta okkur. Hringar voru settir upp við mjög svo látlausa athöfn á Rauða Húsinu á Eyrabakka í dag. Við höfum þegar ákveðið daginn 12 Maí næstkomandi sem er laugardagur aðra helgina í Maí.
Brúðkaupsdagurinn var valinn með marga þætti í huga, mátti ekki vera um sumar vegna vinnu foreldra okkar. Mátti ekki vera um haustið því þá væri það of nálægt brúðkaupi Thelmu og Jóa. Mátti ekki dragast of lengi því þá væru svo margir af vinum okkar farnir erlendis í sérnám.
Já þannig er nú það, nú má fara að merkja daginn inn á dagatalið. Svei mér þá...
Kveðja úr sveitinni
Dögg og Grímur
sunnudagur, júlí 30, 2006
Tilkynningarskyldan
Birt af Ólöf kl. 9:34 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|