þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Tilkynningarskylda....

Jæja ágætu Háksmeðlimir. Þar sem það er tilkynningarskylda þá er best að láta ykkur vita að við Óli og að sjálfsögðu hún Heiða Björg erum að fara á rúntinn núna á eftir og ætlum að fara hringinn :o) Erum komin með þetta HUGE stóra tjald og ég er að segja ykkur að tjaldið hennar Thelmu fellur í skuggan af því. Mér finnst það full stórt bara fyrir okkur þrjú en þetta var það eina sem var í boði :os Ferðalagið verður samt fínt þrátt fyrir stærðina hehehehe. Það er nú varla að maður tími að fara inn í bíl núna þar sem það er svo gott veður en við ætlum víst að elta góða veðrið :o)
Jæja kæru vinir....þá er minni tilkynningarskyldu lokið og kem ég með aðra einhvern tímann seinna.

Kærlig hilsen