Sælar. Þar sem að flestir eru í útilegu eða á leiðinni í útilegu nema ég þá kemir smá pistill frá mér. Lífið gengur sinn vanagang, allt voðalega rólegt og næs. Stundum pínku boring þegar ég er ein en það líður hjá. Búið að vera frekar heitt undanfarið og í tilefni af því skelltum við okkur á ströndina í gær. Vorum þar í þrjá klukkutíma í glampandi sól og hita og volgum sjó að hoppa í öldunum. Semsagt æði. Um síðustu helgi fórum við í skemmtigarð og prófaði ég svona ekta gamaldags rússibana sem er haldið uppi af hvítum spítum. Rússibaninn kom mjög á óvart, fór leifturhratt og ég get svo svarið það að stundum féll hann lóðrétt niður og ég get svo svarið það að hröðunin var meiri en 9.8m/s2 (ha ha smá aulahúmor)! Ekki smá gaman. Á morgun erum við að fara í barnaafmæli hjá systur hans Ruben, Jullie. Á laugardaginn erum við svo víst að fara á eitthvað standup comedian dæmi. Eftir viku eru síðan tónleikar með The yeah yeah yeah´s og auðvitað ætlum við að fara. Það skemmir ekki að þetta eru ókeypis útitónleikar og þó svo að það rigni eldi og brennisteini þá mun ég standa þarna með fallegu regnhlífina mína (sem er búin að koma að góðum notum í sumar í eftirmiðdagsþrumuveðrunum).
Nú styttist síðan óðum í að ég komi heim, bara ein og hálf vika eftir. Ruben kemur með mér og svo er bara spurning hvort hann fari aftur til Boston eður ei. Frekar óþægilegt að vita ekkert en það er svona þegar að manneskjan sem stjórnar þessu er búin að vera endalaust í sumarfríi og er víst bara nýkomin til baka (í fyrradag eða álíka).
Kærar kveðjur héðan frá Boston.
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
T.skyldan
Birt af Ólöf kl. 4:36 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|