Hæ stelpur
Takk fyrir að senda mér invite Ólöf. Ég skil ekki hvernig þessi stelpa sem ég er að reyna að koma inn á NFYOG bloggið er ekki að fatta þetta. Hún hlýtur að vera eitthvað skrítin í höfðinu!!!!! Gæti ekki verið einfaldara..
En fyrst ég er að blogga er ekki ágætt að segja nokkrar fréttir. Við Grímur erum í hámarks-brúðkaupsundirbúnings fasa núna. Erum að vinna í að klára boðskortin og munum reyna að senda þau 12 mars nema Föndra klikki alveg á kortunum sem okkur vantar.
Við eigum fund með Hótel Geysi í fyrramálið. Funduðum með organistanum um helgina og erum búin að finna söngvara fyrir kirkjuna (eigum eftir að negla það niður samt). Við fáum félaga okkar, sem ætlar að baka kökuna, í mat til okkar núna á sunnudaginn.
Það er í ótal horn að líta og vonandi fer þetta nú að smella saman.
Í morgun fór Toyotan okkar í þjónustuskoðun og ég fékk Toyotuna hans tengdapabba lánaða í staðin. Nýr bíll nota bene!!! Þegar ég setti bílinn í gang var hann alveg ljóslaus og ég þurfti að keyra í myrkrinu til Reykjavíkur með háu ljósin á því hin virkuðu ekki. Ég var náttúrulega vinsælust í morguntraffíkinni var blikkuð svona 380 x á leiðinni. Ég fór svo eftir vinnu og lét laga ljósin......
Í dag var ég svo í því verkefni að skrifa inn konur sem eru að fara í fóstureyðingu... svo sem allt í lagi og gott mál hjá þeim að fara þessa leið ef þeirra aðstæður leyfa ekki barneignir. Mikill hluti af þessu viðtali er að fyrirbyggja aðra þungun með því að sjá til þess að þær hafi góða getnaðarvörn á eftir. Í dag voru þær bara ekki að fatta þetta.... hver á eftir annarri vildu fara aftur í sama farið og þær voru áður og ég var að reyna að fá þær til að íhuga eitthvað annað sem ekki er eins mikið háð mannlegum breyskleika. Sem dæmi má nefna sprautuna, lykkjuna eða stafinn en þær höfðu bara ekki áhuga á þessu....amk ekki í dag. Oftast nær eru þær svo mótiveraðar.
Annað hef ég ekki að segja nema það að ég er að fara í frí næsta föstudag og verð í fríi í 9 daga jeiiiiiiii
Kveðja Dögg
þriðjudagur, mars 06, 2007
Ég komst á bloggið
Birt af Dögg kl. 5:44 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|