Mikið er ég orðin þreytt á þessum vetri, í mars vill maður sjá að það sé hætt að snjóa og farið að vera hlýrra úti. Því finnst mér þessi fallegi jólasnjór, sem nú kyngir niður, vera hálfgerð tímaskekkja.
Eins og vonandi allir hafa tekið eftir þá erum við búin að senda út boðskortin. Flest allur undibúningurinn er nú komin á gott ról eftir góða törn núna í mars. Ég var í fríi frá vinnunni í síðustu viku og reyndi bara að hafa það gott. Las nokkrar bækur og fór á kaffihús og fleira í þeim dúr. Ég fór líka að prufa brúnkumeðferðina sem ég ætla í tveimur dögum fyrir brúðkaup. Ég er því alveg eins og ég hafi verið að koma frá sólarlöndum... rosalega gaman en því miður skammvinnt.
Við drifum í því að klára skattskýrsluna. Þetta verður minna mál með hverju árinu sem líður. Nú gat maður farið inn í einkabankann og látið flytja allar upplýsingar varðandi eignir á reikningum og vaxtartekjur sjálfkrafa inn. Þetta er því orðið alveg idiotproof og þrátt fyrir að þetta væri kaupár fasteignar og bíls þá vorum við innan við klukkustund að gera bæði framtölin. Munið að það er skiladagur á miðvikudaginn!!!!
Sigurdís vinkona kom í mat til okkar í hádeginu til að ræða veisluna. Hún verður veislustjórinn okkar nr 1 og erum við að vinna í því að fá annan með henni því að sá sem ætlaði að sinna því datt út vegna þess að hann er í prófum um þetta leiti. Við bjuggum til fínan pastarétt og fórum yfir aðalatriðin varðandi veisluna sem við vorum að mestu búin að útfæra í samráði við Mábil á Geysi.
Við vorum að spá í næsta matarklúbb. Samkvæmt skemanu eiga Elsa og Fjalar næsta klúbb og svo erum við Grímur á eftir þeim. Við vorum jafnvel að spá í að brjóta útaf venjunni þegar kemur að okkur og bjóða í hádegismat... bara til að prufa eitthvað nýtt... og hafa þetta þá einn af þeim klúbbum þegar börnum er boðið með. Stefnum náttúrulega á mjög gott veður þannig að stærri krakkarnir geti farið út á pall að leika sér.
Hvernig lýst ykkur á þetta allt saman? Við getum líka alveg haft kvöldmat eins og venjulega ef það henntar betur.
Kveðja Dögg
laugardagur, mars 17, 2007
Snjór og vetur
Birt af Dögg kl. 7:26 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|