....sem Ásta sæta fékk í afmælinu sínu :-) Hér kemur svo uppskriftin
Franska súkkulaðikakan
4 egg
2 dl. sykur
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði (gott að blanda saman 70% og svo venjulegu)
1 dl. hveiti
egg og sykur hrært vel saman. Smjör og súkkulaði brætt saman. Hveitið sett útí eggin og sykurinn og svo súkkulaðinu blandað rólega saman við.
kakan á að fara í vel smurt tertuform (kringlótt) sko stendur ekki lausbotna. Bakist í 30 mín við 170 gráður hita. Kakan á að vera blaut í miðjunni.... afgangurinn er bara bræddur saman og sett yfir einsog krem... kakan má samt ekki vera of heit á meðan...okí dókí... allir sáttir
Súkkulaðibráð:
70 g smjör
150 g suðusúkkulaði (nota 70%, en það má líka nota venjulegt)
1-2 msk. síróp
Allt brætt saman og svo sett ofan á kökuna
Bon appetite!!
sunnudagur, maí 27, 2007
Franska súkkulaðikakan....
Birt af Thelma kl. 8:38 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|