föstudagur, maí 25, 2007

Mikið að gerast

Hæ stelpur

Vonandi er voða gaman í afmælisboðinu hennar Ástu. Ég er ekkert smá svekkt að ég komst ekki. Eins og þið eruð búnar að heyra er mjög mikið að gera í alls konar félagsmálum þessa helgina hjá okkur. Við verðum því mikið á ferðinni í Reykjavík og hittum ykkur á sunnudagskvöldið hjá Sigurveigu.

Við erum búin að fá 800 myndir frá ljósmyndaranum. 200 myndir frá bróður mínum og 1000 myndir frá bróður hans Gríms. Við erum að vinna í því á fullu að finna okkur myndir til að framkalla en þetta er mjög ruglandi.... við erum t.d með 14 nærmyndir af Séra Ingileif...... og hvaða mynd eigum við svo að velja!!!!!!! Við erum samt á því að myndin sem Kristinn birti á www.andmenning.com sé ein af þeim bestu af okkur tveim.

Fyrsta verk Gríms sem eiginmanns var að finna annan bíl. Við erum að kaupa Mitsubitschíííííí Pajero jeppa. Áregerð 2001, voða flottur. Þetta var nú ekki á planinu fyrr en í haust en við fengum þennan á góðu verði svo við skelltum okkur á hann. það verður þá bara hafragrautur í öll mál í tvo mánuði.......Opel Corsan hefur verið seld til Odds yngri bróður hans Gríms. Hann ætlar að prufa nýja ökuskirteinið sitt á henni...... Ég verð nú að segja að það er góð tilhugsun að vera ekki að keyra Corsuna yfir Hellisheiðina tvisvar á dag annan veturinn í röð.

Næstu helgi erum við að fara til Kaupmannahafnar. Ég var að skipuleggja ráðstefnu sem verður haldin þar föstudag og laugardag. Grímur þekkir fólkið sem er með mér í nefndinni ágætlega og við ætlum svo að slappa aðeins af líka.

Hvað er nú að frétta af ykkur? Og ekki gleyma að það er líka hægt að nota bloggsíðuna undir tilkynningar,...... eins og til dæmis um hittinga!!!!!