fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Takk fyrir síðast!!
Birt af Thelma kl. 4:13 e.h. |
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
föstudagurinn 24.ágúst...
Jæja nú fer aldeilis að styttast í brúðkaupið, aðeins 3 dagar til stefnu. Við fáum salinn milli klukkan 2 og 4 á föstudaginn og verður bara opið hús fyrir þá sem vilja koma og hjálpa til við að skreyta, það er alls ekki skyldumæting, bara koma sem komast eða nenna :-) Það þarf bara að skeyta, en ekki leggja á borð né svoleiðis vesen....hehehe :-) og verðum við með frekar látlausar skreytingar líka :-)
Hvað segið þið annars? Eru ekki allar bara í góðum fýling? Allavega erum við hér heima orðin mjög spennt fyrir laugardeginum og get ég ekki beðið með að sýna ykkur kjólinn, allavega finnst mér hann vera rosalega flottur ;-)
Sjáumst allavega hress og kát næsta laugardag.....munið bara að vera tímanlega í kirkjuna :-)
Birt af Thelma kl. 5:42 e.h. |
mánudagur, ágúst 13, 2007
Miðvikudagsbíltúr
Hæ hæ stelpur
Hvernig væri nú að þið skelltuð ykkur á Selfoss á miðvikudagskvöldið, 15. ágúst, ég ætla nefnilega að halda Tupperwarekynningu. Ekki hætta að lesa núna.. Það er alls engin kaupskylda, bara mæta og hittast og skoða :)
Ég veit að þetta er mjög stuttur fyrirvari, en endilega mætið ef þið hafið ekkert sérstakt að gera. Ég bara gleymi alltaf að nefna þetta við ykkur og gleymi svo hvað tíminn líður hratt. Það væri mjög gott ef þið gætuð kommentað um það hvort þið komist svo ég viti hvað ég eigi von á mörgum.
Já kynningin byrjar kl. hálf níu. Ég vonast eftir að sjá ykkur sem flestar
takk takk
kveðja Bryndís
Birt af Bryndís kl. 11:20 e.h. |
sunnudagur, ágúst 12, 2007
Vá stelpur!!!
Takk kærlega fyrir gærdaginn, þið gátuð sko sannalega komið mér á óvart ;-) Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði, þrátt fyrir búning og að láta gera mig að fífli...hehe, en hvernær hefur maður tækifæri á að gera svona hluti nema á sjálfan gæsadaginn og svo í dimmesion :-) Maturinn var náttúrulega bara mjög góður, bæði hádegis- og kvöldmatur, og svo var kakan bara snilld....hehehe, verð bara að fá að sýna Jóa hana, en ég veit bara ekki hver er með hana ;-) Nuddið á Nordica spa var rosalega gott og svo var náttúrulega bara frábært að uppgötva svona góðan Mohito á hótelinu......veit allavega hvar ég verð eftir brúðkaupsnóttina og alveg þar til að ég og Jói höldum heim áleið ;-) Vá og svo var bara geggjað að prufa magadans og skemmti ég mér bara konunglega á Nasa ballinu um kvöldið að prufa "nýju danssporin" sem ég lærði um daginn ;-) Já mikið rosalega var gaman á ballinu.....hef bara sjaldan skemmt mér svona vel á einu balli, verðum bara að hafa þetta árlegt hér eftir :-)
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, endilega látið í ykkur heyra og ég held áfram að undirbúa brúðkaupið og reyna að láta munnangurinn lagast....ái hvað þetta er ekki gott :-(
Birt af Thelma kl. 7:14 e.h. |