mánudagur, ágúst 13, 2007

Miðvikudagsbíltúr

Hæ hæ stelpur
Hvernig væri nú að þið skelltuð ykkur á Selfoss á miðvikudagskvöldið, 15. ágúst, ég ætla nefnilega að halda Tupperwarekynningu. Ekki hætta að lesa núna.. Það er alls engin kaupskylda, bara mæta og hittast og skoða :)
Ég veit að þetta er mjög stuttur fyrirvari, en endilega mætið ef þið hafið ekkert sérstakt að gera. Ég bara gleymi alltaf að nefna þetta við ykkur og gleymi svo hvað tíminn líður hratt. Það væri mjög gott ef þið gætuð kommentað um það hvort þið komist svo ég viti hvað ég eigi von á mörgum.
Já kynningin byrjar kl. hálf níu. Ég vonast eftir að sjá ykkur sem flestar
takk takk
kveðja Bryndís