Takk kærlega fyrir gærdaginn, þið gátuð sko sannalega komið mér á óvart ;-) Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði, þrátt fyrir búning og að láta gera mig að fífli...hehe, en hvernær hefur maður tækifæri á að gera svona hluti nema á sjálfan gæsadaginn og svo í dimmesion :-) Maturinn var náttúrulega bara mjög góður, bæði hádegis- og kvöldmatur, og svo var kakan bara snilld....hehehe, verð bara að fá að sýna Jóa hana, en ég veit bara ekki hver er með hana ;-) Nuddið á Nordica spa var rosalega gott og svo var náttúrulega bara frábært að uppgötva svona góðan Mohito á hótelinu......veit allavega hvar ég verð eftir brúðkaupsnóttina og alveg þar til að ég og Jói höldum heim áleið ;-) Vá og svo var bara geggjað að prufa magadans og skemmti ég mér bara konunglega á Nasa ballinu um kvöldið að prufa "nýju danssporin" sem ég lærði um daginn ;-) Já mikið rosalega var gaman á ballinu.....hef bara sjaldan skemmt mér svona vel á einu balli, verðum bara að hafa þetta árlegt hér eftir :-)
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, endilega látið í ykkur heyra og ég held áfram að undirbúa brúðkaupið og reyna að láta munnangurinn lagast....ái hvað þetta er ekki gott :-(
sunnudagur, ágúst 12, 2007
Vá stelpur!!!
Birt af Thelma kl. 7:14 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|