Jæja nú fer aldeilis að styttast í brúðkaupið, aðeins 3 dagar til stefnu. Við fáum salinn milli klukkan 2 og 4 á föstudaginn og verður bara opið hús fyrir þá sem vilja koma og hjálpa til við að skreyta, það er alls ekki skyldumæting, bara koma sem komast eða nenna :-) Það þarf bara að skeyta, en ekki leggja á borð né svoleiðis vesen....hehehe :-) og verðum við með frekar látlausar skreytingar líka :-)
Hvað segið þið annars? Eru ekki allar bara í góðum fýling? Allavega erum við hér heima orðin mjög spennt fyrir laugardeginum og get ég ekki beðið með að sýna ykkur kjólinn, allavega finnst mér hann vera rosalega flottur ;-)
Sjáumst allavega hress og kát næsta laugardag.....munið bara að vera tímanlega í kirkjuna :-)
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
föstudagurinn 24.ágúst...
Birt af Thelma kl. 5:42 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|