laugardagur, október 13, 2007

INNILEGA TIL LUKKU MEÐ DRENGINN RÚNAR OG BRYNDÍS :-)

Innilega til lukku með litla drenginn ykkar Bryndís og Rúnar, fer í moll á morgun og finn eitthvað fallegt handa honum fyrir sængurgjöf. Mikið rosalega hlakkar mig til að koma heim og knúsa hann í bak og fyrir :-)

Humm að vera með lokaðann munn í sturtu??? Hvað voruð þið að tala um á kaffihúsinu??? Missti ég af einhverju krassandi?? Allavega er rosalega gaman í Belgíu og alveg nóg að gera sem sjúkraþjálfari, og ekki finnst stelpunum slæmt að vera með tvo sjúkraþjálfara fyrir leikina og svona ;-) Eftir leikinn í dag ( sem við unnum 4-0 :-)) komum við á hótelið, sem er bæðevei lítil hola lengst úti í rassi, en þá var búið að brjótast inn í eitt herbergið og heilli rúðu var ýtt inn í herbergið í heilu lagi......jabb glerið er meira að segja ennþá heilt, en öll rúðan lá á gólfinu og gluggakistan brotin og tveimur fartölvum stolið af tveimur stelpum.....og líka ein taska með skólabókum annarar sem er að fara í próf þegar kemur til baka :-( En Egilssaga fannst einhverstaðar hér fyrir utan og band af tölvutöskunni, en restin hefur ekki enn verið fundin. Það komu síðan tvær löggur til að skoða ummerki og svona og var önnur þeirra í skotheldu vesti og báðar voru með skammbyssur og fleiri vopn :-/ Auðvitað eru allir enn í sjokki og setti þetta stóran svartan blett á mjög svo skemmtilegan dag og sigurleik. Nú er einn leikur eftir á þriðjudaginn og á morgun ætlum við öll að fara í eitthvað moll til að versla, en akkúrat á morgun er maraþon inni í Brussel og þá eru allar búðir lokaðar, en fararstjórarnir segjast vita um moll með öllum helstu búðunum í einhverstaðar fyrir utan Brussel. Nú eru Valsstelpur í ágætri stöðu og ef við vinnum leikinn á þriðjudaginn, sem eru ágætar líkur á, þá eru þær komnar áfram í undanúrslitin og verður þá aftur farið út í lok nóvember :-) Maturinn hér er algjört ógeð og lifa stelpurnar eiginlega eingöngu á brauði með nutella, nammi og ávöxtum.....ekki besta næringin samt :-/

Jæja ætla að fara að fagna með krökkunum á barnum á hótelinum, ég kem svo heim á miðvikudaginn, en við getum samt ekki verið með matarklúbb, eins og ég var búin að minnast á við einhverjar fyrir stuttu vegna þess að við þurfum jú að pakka og svo er lokahóf KSÍ næsta föstudag og býst ég við að við förum þangað líka, enda Valur íslandsmeistarar bæði í karla og kvennaliðinu. Við verðum allavega með matarklúbb þegar við erum flutt á nýja staðinn og svo að muna eftir bústaðnum eftir tvær vikur :-)