þriðjudagur, ágúst 26, 2008

"Matarklúbbur"

Hæ skvísos.

Já það er kominn tími á matarklúbb og við Fjalar ætlum að hafa óhefðbundinn hitting að þessu sinni föstudaginn 29. ágúst. Okkur langar að heyra hvernig stemningin er fyrir því að fara út að borða saman og svo í bíó á eftir. Við gætum til dæmis farið á Fridays og kíkt svo á Tropic Thunder á eftir. Hvernig líst ykkur á?

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Til hamingju með daginn frænka :)

Ha ha nú ert þú aftur orðin eldri en ég :)
Til hamingju með afmælið og vonandi nýturu dagsins
kveðja Bryndís

laugardagur, ágúst 16, 2008

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Laugardagurinn

Og þá er það ákveðið:
Þar sem að það er ennþá sumar þá verður sumarþema og stemmingin í anda þess. Ímyndið ykkur glimmer, sólgleraugu, flottir eyrnalokkar etc, etc. Það er því skyldumæting fyrir dömur að mæta með flotta og stóra eyrnalokka ásamt glimmeri og fyrir strákana að mæta með sólgleraugu og hatt. Svo má auðvitað koma með bæði.
Húsið opnar klukkan hálf átta með kokteilnum Caribbean Breeze. Því er um að gera að mæta snemma áður en hann klárast. Svo verður bara glens og gaman að finnskum diskósið þar til ballið byrjar. Langar okkur til að mæta nokkuð snemma þangað, tjilla og fara á barinn áður en dansinn byrjar.

Vei.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Í fyrra var þetta djamm ársins og í ár verður leikurinn endurtekinn.

GAY PRIDE !!
Hið árlega gay pride ball er á laugardaginn og af því tilefni langar okkur Thelmu og Elsu að bjóða ykkur í svona post-30 ára forpartý heima hjá Thelmu og Jóa fyrir ball ársins, sjálft Gay pride ballið á Nasa í boði Páls Óskars.

Forsala á ballið er í göngunni sjálfri og kostar 2000 kall inn á það. Thelma ætlar að vera svo væn að redda miðanum fyrir mig þar sem ég verð stödd á ættarmóti yfir daginn.
Ég sleppi svo að vera með ættingjunum um kvöldið því gay pride gengur fyrir íha.

Ýtið öllum plönum til hliðar og takið þátt í djammi ársins.

Nánari tímasetning fyrir partýið kemur inn ekki seinna en á fimmtudaginn.