fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Laugardagurinn

Og þá er það ákveðið:
Þar sem að það er ennþá sumar þá verður sumarþema og stemmingin í anda þess. Ímyndið ykkur glimmer, sólgleraugu, flottir eyrnalokkar etc, etc. Það er því skyldumæting fyrir dömur að mæta með flotta og stóra eyrnalokka ásamt glimmeri og fyrir strákana að mæta með sólgleraugu og hatt. Svo má auðvitað koma með bæði.
Húsið opnar klukkan hálf átta með kokteilnum Caribbean Breeze. Því er um að gera að mæta snemma áður en hann klárast. Svo verður bara glens og gaman að finnskum diskósið þar til ballið byrjar. Langar okkur til að mæta nokkuð snemma þangað, tjilla og fara á barinn áður en dansinn byrjar.

Vei.