fimmtudagur, október 23, 2008

Getið hver á??? :-)

Jabb 3ja krílið á leiðinni og er það áætlað í heiminn 1.maí :-)  Er sem sagt komin 12vikur og 6 daga á leið (á morgun 13 vikur ;-) )  Var ekkert að flagga þessu fyrr, þó svo að örugglega margar voru farnar að gruna að eitthvað væri í gangi, en vegna blæðinga og svoleiðis vesens fyrstu vikurnar er maður aldrei viss ;-)  En við fórum í sónar í gær ég og Jói og þá var þetta litla kríli á fullu að hreyfa sig og biðja fyrir ástandi hjá þjóðinni......þ.e. það var með handleggina í svona biðstöðu á milli þess sem það var að reyna að sjúga puttann á sér......hehehe :-)  En núna er allt opinbert og nú er að láta sig hlakka til að fá stækkandi maga án þess að það sé að safnast eingöngu spik þar fyrir eins og er búið að vera upp á síðkastið :-)

miðvikudagur, október 22, 2008

hehe bara varð......

He he var að kíkja yfir myndir síðan í sumar og bara varð að setja þessa inn......ein af þessum frussumyndum okkar ;-) Það var svo lítið að gerast á síðunni að mér fannst ég bara að verða að lífga hana við, þið ættuð allavega að taka ykkur vel út í myndböndunum fyrir neðan í fyrra innleggi :-)

miðvikudagur, október 15, 2008

Hilarious

Sælar stelpur. Þar sem við erum allar komnar á fertugsaldurinn þá datt mér í hug að setja hér inn vídeó sem sparar okkur ferð til lýtalæknis í framtíðinni. Fyrra vídeóið kennir okkur æfinguna í sitjandi stöðu og það seinna í standandi stöðu. Góða skemmtun.



mánudagur, október 06, 2008

Matarklúbbsviðburður

Hæ hó.
Eftir mikla umhugsun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að halda matarklúbbsviðburð laugardaginn 11. október sem er þá næsti laugardagur. Við vitum að þetta er gert með stuttum fyrirvara en þetta er eina helgin sem er laus hjá okkur.
Dagskráin er tvíþætt:
16:00-18:00 Skautar í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta mun verða fjölskylduviðburður sem þýðir að krakkar eru velkomnir.
Aðgangur er 700 kr. + 300 kr. fyrir leigu á skautum (samtals 8 dollarar) fyrir fullorðna.
500kr + 300kr fyrir börn.

Svo um kvöldið langar okkur að hittast heima hjá Rubeni og Ólöfu í boði Ástu og hafa risapartý. Mæting er hálf níu og þar sem skorað er á fólk að taka með sér a.m.k. eina rauðvínsflösku (eða eitthvað sterkara) þá er ágætt að redda pössun fyrir börnin. Hápunktur kvöldsins verður svo þegar að lagið Hvítir máfar verður blastað upp klukkan eitt um nóttina til samlætis gömlu konunni sem býr fyrir ofan Ólöfu og Ruben.
Vinsamlegast meldið ykkur inn til að sjá hvort þíð getið komið. Og munið að það er skyldumæting í partýið. Rauðvín er enn hægt að fá frá 1200 krónum þannig að flýtið ykkur að kaupa áður en að ný sending kemur. Og símanúmerið fyrir taxa er 5885522.
So long, farewell, auf wiedersehen, good night.