Jabb 3ja krílið á leiðinni og er það áætlað í heiminn 1.maí :-) Er sem sagt komin 12vikur og 6 daga á leið (á morgun 13 vikur ;-) ) Var ekkert að flagga þessu fyrr, þó svo að örugglega margar voru farnar að gruna að eitthvað væri í gangi, en vegna blæðinga og svoleiðis vesens fyrstu vikurnar er maður aldrei viss ;-) En við fórum í sónar í gær ég og Jói og þá var þetta litla kríli á fullu að hreyfa sig og biðja fyrir ástandi hjá þjóðinni......þ.e. það var með handleggina í svona biðstöðu á milli þess sem það var að reyna að sjúga puttann á sér......hehehe :-) En núna er allt opinbert og nú er að láta sig hlakka til að fá stækkandi maga án þess að það sé að safnast eingöngu spik þar fyrir eins og er búið að vera upp á síðkastið :-)
fimmtudagur, október 23, 2008
Getið hver á??? :-)
Birt af Thelma kl. 7:03 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|