mánudagur, október 06, 2008

Matarklúbbsviðburður

Hæ hó.
Eftir mikla umhugsun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að halda matarklúbbsviðburð laugardaginn 11. október sem er þá næsti laugardagur. Við vitum að þetta er gert með stuttum fyrirvara en þetta er eina helgin sem er laus hjá okkur.
Dagskráin er tvíþætt:
16:00-18:00 Skautar í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta mun verða fjölskylduviðburður sem þýðir að krakkar eru velkomnir.
Aðgangur er 700 kr. + 300 kr. fyrir leigu á skautum (samtals 8 dollarar) fyrir fullorðna.
500kr + 300kr fyrir börn.

Svo um kvöldið langar okkur að hittast heima hjá Rubeni og Ólöfu í boði Ástu og hafa risapartý. Mæting er hálf níu og þar sem skorað er á fólk að taka með sér a.m.k. eina rauðvínsflösku (eða eitthvað sterkara) þá er ágætt að redda pössun fyrir börnin. Hápunktur kvöldsins verður svo þegar að lagið Hvítir máfar verður blastað upp klukkan eitt um nóttina til samlætis gömlu konunni sem býr fyrir ofan Ólöfu og Ruben.
Vinsamlegast meldið ykkur inn til að sjá hvort þíð getið komið. Og munið að það er skyldumæting í partýið. Rauðvín er enn hægt að fá frá 1200 krónum þannig að flýtið ykkur að kaupa áður en að ný sending kemur. Og símanúmerið fyrir taxa er 5885522.
So long, farewell, auf wiedersehen, good night.