Hvenær er svo matarklúbbur í þessum mánuði?
Það er svo sem fínt að hann er ekki búinn að vera fyrr. Ég er búin með vinnuhelgina mína í þessum mánuði, var að vinna síðustu helgi. Helgina þar áður fórum við Grímur í heilmikla skandinavíureisu.
Við byrjuðum á miðvikudegi, flugum frá Keflvík til Kaupmannahafnar, skiptum um flug og fórum til Gautaborgar. Við gistum hjá vinahjónum okkar þar í litlu sætu gesthúsi, æðislegt hverfi með flottu útsýni yfir vatn og skóg. Við skoðuðum okkur aðeins um í Gautaborg og tókum svo lest á fimmtudeginum til Stokkhólms. Þar gistum við hjá öðrum vinahjónum, fórum daginn eftir með lest til Uppsala og gistum þar hjá vinkonu okkar. Alls staðar hittum við mikið af góðu fólki og kjöftuðum heilmikið.
Á laugardeginum flugum við til Helsinki, ég fór á 6 klst fund strax eftir lendingu og Grímur fór í skoðunarferð. Við fórum svo með NFYOG hópnum út að borða á mjög sætt veitingahús sem er með Mitchelin stjörnu. Virkilega góður matur. Daginn eftir flugum við til Köben og eyddum einum degi þar. Það er allt brjálæðislega dýrt í Köben útaf genginu, ég keypti 3 tyggjópakka á 600 kr íslenskar. Við eyddum deginum í að rölta um miðbæinn og fórum svo í bíó!!
Við flugum svo heim á sunnudagskvöldinu og vorum komin heim á Selfoss kl 01 um nóttina. Massíft ferðalag og það komst mikið í verk. Vinnuvikan á eftir var þó slatti strembin og ekki hjálpaði að ég átti vinnuhelgi bæði helgina áður og helgina eftir að við fórum út. Þannig að næstu helgi ætlum við að hitta foreldra Gríms í sveitinni. Við höfum ekki séð þau í örugglega mánuð og við ætlum líka að slappa svolítið af.
Ég er að skipuleggja ráðstefnu með NFYOG hópnum, sem verður haldin í Kaupmannhöfn 12 og 13 júní næstkomandi. Það er heilmikil vinna í að senda email, gera kostnaðaráætlun, samræma fyrirlesara, fá styrki fyrir þáttakendur, auglýsa og náttúrulega funda. Þetta er nú orðið i þriðja skiptið sem ég geri þetta svo ég ætti að vera orðin nokkuð vön. NFYOG hópurinn sem ég er í stjórn í (ok stjórna !!! ) var beðinn um að taka þátt í skipulagningu fyrir risastóra ráðstefnu á Ítalíu 2012, þessi ráðstefna er meðal annars á vegum WHO (world health organization), ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni og vona að ég fái hópinn með mér í þetta. Þetta snýst um fæðingarhjálp í þriðja heims löndum og hvernig við sem faglærðir einstaklingar getum hjálpað eða tekið þátt. Það er akkúrat sama efni og ráðstefnan okkar er um í sumar.
Anyways.. nóg um það sem ég er að gera þessa dagana. Hvað er að frétta af ykkur?
þriðjudagur, mars 10, 2009
Hefðbundin spurning
Birt af Dögg kl. 7:39 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|