föstudagur, mars 20, 2009

"kaffihús" hjá mér næsta sunnudag??

Jæja hvað segið þið stelpur, bara ekkert að gerast á þessari síðu. Hvað segið þið um að koma í smá "kaffihús"/saumó heima hjá mér næsta sunnudag 22.mars? Það er jafnvel hægt að hafa þetta svona á kaffitíma og þá er börnum velkomið að koma með eða þá um kvöld, þið megið endilega kommenta á hvort hentar ykkur og hvort að þið eruð til í að kíkja í smá heimsókn :-) Endilega látið vita hvort þið komist eða ekki, ég ætla allavega að baka eina köku um helgina og ekki ætla ég að borða hana sjálf.....hehehe.....má nú ekki við því að bæta meira á mig þessa dagana ;-) Svo minni ég líka á mató hjá okkur Jóa næstu helgi, eða 28.mars, vona að sem flestir komist þá :-)