Jæja eftir tveggja ára bið eftir næsta jólamatarklúbb er loksins komið að því.
Hvernig hljómar laugardagurinn 13. desember, eru margir uppteknir þann dag. Það er náttúrulega skemmtilegast ef allir komast, en oft í desember er það næstum ógjörningur þar sem allir eru eitthvað svo busy. Endilega commentið hvort sem þið kæmust eða ekki.
jólakveðja úr Tjaldhólunum, þar sem jólaljósin eru óðum að koma upp :)
laugardagur, nóvember 28, 2009
Jólamatarklúbburinn
Birt af Bryndís kl. 12:03 f.h. |
föstudagur, nóvember 20, 2009
Svona er nú það
Jæja, þá er ykkur skipt í tvo flokka, bláa flokkinn og appelsínugula flokkinn:
Blái flokkur:
Elsa
Jói
Dögg/Grímur
Appelsínuguli flokkur:
Fjalar
Thelma
Bryndís
Mætið í fötum í þeim lit sem flokkurinn ykkar tilheyrir. Þá má það vera bolur, hárband eða klútur, þið þurfið ekki að vera öll appelsínugul í guðana bænum. Mæting milli 20:00 - 20:59 og dagskráin hefst svo stundvíslega kl 21:00. Því fleir áfenga drykki því betra.
Birt af Ásta kl. 7:04 e.h. |
miðvikudagur, nóvember 18, 2009
Áfram stimpl
Bryndís mætir
96 % líkur á því að Thelma og Jói mæta
Fjalar mætir með áskorun á Ástu (sem b.t.w. Ásta hefur ekki hugmynd um)
Ásta mætir
Ólöf mætir
Og Ruben mætir. Hann er búinn að vera í tveggja vikna æfingabúðum í Boston til að æfa eftirfarandi atriði:
og Thriller
Golimar!
Birt af Ólöf kl. 5:26 e.h. |
þriðjudagur, nóvember 17, 2009
Laugardagskvöldið
Jæja jæja jæja.
Er ekki stemming fyrir laugardeginum??
Endilega stimplið ykkur inn.
Set þetta vídeó með til að hrista upp í ykkur fjörið.
P.s.
Ásta var búin að lofa að taka öllum áskorum þannig að ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug endilega póstið því. Ég set þetta inn af því hún er hætt að kíkja á netið.
Birt af Ólöf kl. 11:00 e.h. |
mánudagur, nóvember 09, 2009
Ekki - matarklúbbur
Góða kvöldið.
Eftir langt samtal við Ástu ákváðum við að halda næsta ekki-matarklúbb laugardaginn 21. nóvember.
Eina sem við biðjum ykkur um nú er að stimpla ykkur inn, kíkja reglulega á bloggið og taka til blað og blýant fyrir örlagakvöldið mikla.
Kv. The Crew
Birt af Ólöf kl. 9:55 e.h. |