fimmtudagur, desember 24, 2009
mánudagur, desember 21, 2009
Fjölgun í hópnum!
Hæ skvísur.
Það er von á mini-háki næsta sumar :)
Settur dagur er 24.júní þ.a ég er komin rúmar 13 vikur. Við erum búin að fara í sónar og allt lítur vel út. Ég hef verið með frekar mikla ógleði en er öll að koma til þ.a ég mun geta notið þess að borða á mig gat um jólin :)
Vonandi hittumst við sem fyrst, það er svo hrikalega langt síðan ég hef séð ykkur.
Birt af Elsa kl. 10:22 f.h. |
fimmtudagur, desember 10, 2009
Jólamatarklúbburinn 12 .des 2009
hæ hó
eru ekki allir orðnir spenntir fyrir laugardeginum,
við erum það allavega hér í Tjaldhólum 5.
Við stefnum sem sagt að því að mæting sé kl. 17.
En fyrir þá sem vilja er voða skemmtilegt um að vera hér kl. 15:45 þegar
kveikt verður á jólatrénu á torgi hjá pulsuvagninum og svo kl. 16 mæta allir jólasveinarnir
til byggða úr Ingólfsfjalli. Þeir koma alltaf á pallbíl yfir Ölfusárbrúna og er það mikil stemning
og gaman þegar þeir koma keyrandi. Svo koma þeir og tala við krakkana.
Svo þeir sem vilja geta verið komnir fyrr og við farið saman. Ég ætla allavega að fara með strákana.
Allir koma með smá pakka, einn á mann, tvær gjafir á par og svo sér hver um sín börn eins og venjulega. :)
Við hlökkum til að sjá ykkur
Birt af Bryndís kl. 8:50 e.h. |
fimmtudagur, desember 03, 2009
smá fréttir af pabba mínum
Eins og þið flest vitið að þá þurfti pabbi að fara í kransæðahjartaaðgerð núna í morgun og var hann búinn í hjartaaðgerðinni um 13:30 í dag, allt gekk vel og er hann núna á gjörgæslu þangað til á morgun ef allt gengur vel í framhaldinu :-) Fáum loks að kíkja á hann á morgun og ég get varla beðið :-) Læt vita hvernig honum gengur í framhaldinu :-)
Birt af Thelma kl. 8:50 e.h. |