hæ hó
eru ekki allir orðnir spenntir fyrir laugardeginum,
við erum það allavega hér í Tjaldhólum 5.
Við stefnum sem sagt að því að mæting sé kl. 17.
En fyrir þá sem vilja er voða skemmtilegt um að vera hér kl. 15:45 þegar
kveikt verður á jólatrénu á torgi hjá pulsuvagninum og svo kl. 16 mæta allir jólasveinarnir
til byggða úr Ingólfsfjalli. Þeir koma alltaf á pallbíl yfir Ölfusárbrúna og er það mikil stemning
og gaman þegar þeir koma keyrandi. Svo koma þeir og tala við krakkana.
Svo þeir sem vilja geta verið komnir fyrr og við farið saman. Ég ætla allavega að fara með strákana.
Allir koma með smá pakka, einn á mann, tvær gjafir á par og svo sér hver um sín börn eins og venjulega. :)
Við hlökkum til að sjá ykkur
fimmtudagur, desember 10, 2009
Jólamatarklúbburinn 12 .des 2009
Birt af Bryndís kl. 8:50 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|