föstudagur, maí 27, 2005

Fann þessa frétt á Mbl

Hvenær er maður orðinn seinn?
Vísindamenn hafa loksins komist að því hvað „seint“ merkir: Tíu mínútur og 17 sekúndur. Það er tímaþröskuldurinn þegar fólki finnst að meðaltali að það þurfi að hringja og láta vita að það verði seint fyrir. En um 10% fólks fer ekki að hugsa um að tilkynna sig of seint fyrr en heilum hálftíma eftir að umsaminn stefnumótstími er liðinn.

Frá þessu greinir Ananova.com og hefur eftir bílavefnum GetMeThere.co.uk.

Á hverjum 10 mínútum og sautján sekúndum fæðast 12 börn á Englandi og Wales, átta umferðarslys verða, 3804 fara um borð í flugvélar og 590 tölvuskeyti eru send um allan heim.

Yfir 80% fólks á sextugsaldri segist aldrei mæta of seint vegna þess að það hafi alltaf áhyggjur af því að koma of seint. En hátt í 70% ungra kvenna telur að það sé „boðlegt og jafnvel stællegt“ að mæta of seint á fyrsta deit vegna þess að þá virðist síður að þær séu örvæntingarfullar.

En um eitt eru bæði kynin sammála: Þeim væri sléttsama um að koma of seint í afmælisveislu hjá te

Ammæli ammæli ammæli....

Jæja skvísur...þá er þetta komið á hreint.
Smá afmælisteiti hjá mér í kvöld. Mæting um kl. 21.
Ekki verður boðið upp á áfengi en það mega allir mæta með slíkt. Bíð líklega upp á gos og snakk :o) Vá hvað þetta hljómar nirfilslega...
Allavegana vonast ég til þess að sjá sem flesta í kvöld.

Stuðkveðjur, Sigurveig síunga In The Pool





þriðjudagur, maí 24, 2005

Hver af þessum skemmtilegu húsmæðrum eruð þið??

DHsusan
Congratulations! You are Susan Mayer, the divorcee
and single mom who will go to extraordinary
lengths for love.


Which Desperate Housewife are you?
brought to you by Quizilla

kveðja Bryndís

mánudagur, maí 23, 2005

Morðingi gengur laus...

Þá er ég búin að vera með tvær jarðafarir í þessari viku. Krummi er genginn af göflunum og farinn að stunda unga-dráp. Aðkoman hér þegar ég kom heim úr vinnunni í dag líktist splattermynd, fuglafiður og blóðslettur á gólfinu í litla herberginu ásamt einum litlum, sætum, stálpuðum og hreyfingarlausum skógarþrastarunga :( Ungi númer tvö á einni viku. Þetta er ekki nógu sniðugt.
Annars ætlaði ég bara að forvitnast um það hvort þið ætlið að djamma á föstudaginn? Ég er til.
Kv. ólöf birna

föstudagur, maí 20, 2005

HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA!!!

Jæja við náðum ekki langt í gærkveldi. Þetta var alveg pottþétt búningnum að kenna...er það ekki annars. Held að Hildur Hafstein sé ekki að græða þessa dagana. Já það voru mikil vonbrigði í gangi í gærkveldi og spurning hvort Grímur sé búinn að jafna sig á þessu...Allavegana þá verður auðveldara að fara í brúðkaupið á morgun eftir þessi vonbrigði...þá eru það bara fötin...en ég er að fara að prófa nýtt trix sem Dögg var að kenna mér í gær...finna flík...halda fyrir augun og rétta fram kortið...það á víst að virka vel :o)
Jæja með afmælið mitt. Við Donna vorum sem sagt að spá í að halda saman smá svona ÚTSKRIFTARafmælispartý. Það verður föstudaginn 27 maí (góður dagur maður). Kem með frekari upplýsingar eftir helgi.
Ta ta darlings...

þriðjudagur, maí 17, 2005

Júróvisjon...

Hæ hó.

Mig langaði til að forvitnast hvort það stendur enn til að hittast á fimmtudaginn til að fylgjast með Selmu?

  • Var búið að ákveða hvar við ætlum að hittast?
  • Er ekki slatti af liði sem kemur ekki? (fallega orðað..)
kv. ólöf

fimmtudagur, maí 05, 2005


Hluti af hópnum sem fór í gönguna miklu í dag að Rauðavatni. Dögg, Grímur, Jói, Thelma, Rúnar Örn, Bryndís og Elsa voru göngugarparnir að þessu sinni!!! Takk kærlega fyrir gönguna og svo er bara að endurtaka þetta í næstu viku þegar ferðinni er heitið í Heiðmörkina ;-) Posted by Hello

þriðjudagur, maí 03, 2005

Og það var og...

Þá hefur ótrúlega mikið breyst í mínu lífi á einungis örfáum dögum. Ruben er að fara til Boston eftir eina og hálfa viku og ég fer þangað þann 6. júlí! Hann verður síðan í skóla þarna úti í allan vetur og erum við að hugsa um að leigja íbúðina okkar á meðan þannig að það stefnir allt í það að ég flytji aftur til mömmu og pabba í tæpt ár!!! Og hana nú. Ef þið vitið svo um einhverja sem eru að leita sér að leiguíbúð þá stendur okkar til boða.
Við Ruben munum því taka á móti hópnum í Washington þann 2. ágúst. Thelma, þú verður svo að lofa mér að henda myndum inn á barnaland um leið og skvísan fæðist. Spítalinn er örugglega með þráðlaust þannig að þú setur bara myndirnar inn þegar verið er að klippa naflastrenginn, nó problemm... .. ... .
Kveðja,
Ólöf

sunnudagur, maí 01, 2005


....og að lokum Sigurveig, Dögg og Ólöf. Það vantar aðeins hana Ástu, en við óskum henni bara góðs gengis í skólanum sínum í London....;-) Posted by Hello


Svo Ruben, Grímur og Óli.... Posted by Hello


Síðan Fjalar og Jói Posted by Hello


Svo Rúnar unnusti Bryndísar.... Posted by Hello


Flott myndaforrit sem tók bara nokkra tíma að læra á.....hummm. Nú er best að setja inn nokkrar myndir af afmælisveislunni hennar Bryndísar á Argentína Steikhús síðasta föstudag. Fyrst koma afmælisbarnið, Thelma og Elsa Posted by Hello


Sigurveig er sú sem er í bláu peysunni......Óli til vinstri en Ruben til hægri við hana.....og svo koma Dögg og Grímur!! Posted by Hello


Þeir sem fóru í fjallgönguna....fríður hópur er það ekki!! Sigurveig var myndasmiður og kemur því á næstu mynd Posted by Hello