þriðjudagur, maí 03, 2005

Og það var og...

Þá hefur ótrúlega mikið breyst í mínu lífi á einungis örfáum dögum. Ruben er að fara til Boston eftir eina og hálfa viku og ég fer þangað þann 6. júlí! Hann verður síðan í skóla þarna úti í allan vetur og erum við að hugsa um að leigja íbúðina okkar á meðan þannig að það stefnir allt í það að ég flytji aftur til mömmu og pabba í tæpt ár!!! Og hana nú. Ef þið vitið svo um einhverja sem eru að leita sér að leiguíbúð þá stendur okkar til boða.
Við Ruben munum því taka á móti hópnum í Washington þann 2. ágúst. Thelma, þú verður svo að lofa mér að henda myndum inn á barnaland um leið og skvísan fæðist. Spítalinn er örugglega með þráðlaust þannig að þú setur bara myndirnar inn þegar verið er að klippa naflastrenginn, nó problemm... .. ... .
Kveðja,
Ólöf