föstudagur, maí 20, 2005

HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA!!!

Jæja við náðum ekki langt í gærkveldi. Þetta var alveg pottþétt búningnum að kenna...er það ekki annars. Held að Hildur Hafstein sé ekki að græða þessa dagana. Já það voru mikil vonbrigði í gangi í gærkveldi og spurning hvort Grímur sé búinn að jafna sig á þessu...Allavegana þá verður auðveldara að fara í brúðkaupið á morgun eftir þessi vonbrigði...þá eru það bara fötin...en ég er að fara að prófa nýtt trix sem Dögg var að kenna mér í gær...finna flík...halda fyrir augun og rétta fram kortið...það á víst að virka vel :o)
Jæja með afmælið mitt. Við Donna vorum sem sagt að spá í að halda saman smá svona ÚTSKRIFTARafmælispartý. Það verður föstudaginn 27 maí (góður dagur maður). Kem með frekari upplýsingar eftir helgi.
Ta ta darlings...