Þá er ég búin að vera með tvær jarðafarir í þessari viku. Krummi er genginn af göflunum og farinn að stunda unga-dráp. Aðkoman hér þegar ég kom heim úr vinnunni í dag líktist splattermynd, fuglafiður og blóðslettur á gólfinu í litla herberginu ásamt einum litlum, sætum, stálpuðum og hreyfingarlausum skógarþrastarunga :( Ungi númer tvö á einni viku. Þetta er ekki nógu sniðugt.
Annars ætlaði ég bara að forvitnast um það hvort þið ætlið að djamma á föstudaginn? Ég er til.
Kv. ólöf birna
mánudagur, maí 23, 2005
Morðingi gengur laus...
Birt af Ólöf kl. 4:33 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|