Hvenær er maður orðinn seinn?
Vísindamenn hafa loksins komist að því hvað „seint“ merkir: Tíu mínútur og 17 sekúndur. Það er tímaþröskuldurinn þegar fólki finnst að meðaltali að það þurfi að hringja og láta vita að það verði seint fyrir. En um 10% fólks fer ekki að hugsa um að tilkynna sig of seint fyrr en heilum hálftíma eftir að umsaminn stefnumótstími er liðinn.
Frá þessu greinir Ananova.com og hefur eftir bílavefnum GetMeThere.co.uk.
Á hverjum 10 mínútum og sautján sekúndum fæðast 12 börn á Englandi og Wales, átta umferðarslys verða, 3804 fara um borð í flugvélar og 590 tölvuskeyti eru send um allan heim.
Yfir 80% fólks á sextugsaldri segist aldrei mæta of seint vegna þess að það hafi alltaf áhyggjur af því að koma of seint. En hátt í 70% ungra kvenna telur að það sé „boðlegt og jafnvel stællegt“ að mæta of seint á fyrsta deit vegna þess að þá virðist síður að þær séu örvæntingarfullar.
En um eitt eru bæði kynin sammála: Þeim væri sléttsama um að koma of seint í afmælisveislu hjá te
föstudagur, maí 27, 2005
Fann þessa frétt á Mbl
Birt af Ólöf kl. 11:38 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|