Jæja þá er komið að matarklúbbi hjá okkur Grími. Ég var með stór og mikil plön um að hafa aftur svona leikritaklúbb. Málið er svo að það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur báðum; ný vinna, nýr bíll, nýtt heimili og nýr lífstíll sem þarf að aðlagast og við bara sjáum ekki að við eigum eftir að hafa tíma eða orku til að skipuleggja það. En til að halda matarklúbbs hefðinni gangandi þá ætlum við að bjóða ykkur öllum í mat á föstudagskvöldið kl 19. Kúbburinn verður með hefðbundnu sniði og um leið og við erum farin að aðlagast nýja lífinu okkar munum við finna orku til að hafa leikritaklúbb aftur.
Eru einhverjar hugmyndir um mat?
Hverjir mæta?
Kveðja Dögg
þriðjudagur, maí 30, 2006
Matarklúbbur á föstudaginn
Birt af Ólöf kl. 8:46 e.h. |
laugardagur, maí 27, 2006
SIGURVEIG
Til hamingju með afmælið kona.
Og auðvitað kosningar, það tilheyrir :)
Sigurveig, þú verður einhvern tímann að bjóða þig fram og þá munu allir kjósa þig því þú átt afmæli :)
Vona að dagurinn í dag verði frábær í alla staði.
Hip hip húrraaaa hip hip húrraaaaa hip hip húrraaaaaaaaaaaaa
Birt af Ólöf kl. 10:52 f.h. |
laugardagur, maí 20, 2006
Hæ hó
Hvað segið þið gott? Það er allt mjög gott að frétta af mér. Búin með 8 daga vinnuviku þar sem var unnið frá morgni til kvölds og er samt bara ágætlega fersk. Ég þarf samt að trappa mig aðeins niður því eftir svona törn þá finnst mér mjög erfitt að sitja og gera ekki neitt. Finnst eins og ég eigi að vera að skipuleggja eitthvað eða fara eitthvað og sérstaklega vera innan um fólk. Þetta er alltaf svona.
En annars, úr einu í annað. Ég er orðin svolítið rugluð á dagsetningum.. Er búin að taka frá 4. júní fyrir skírn. Er ekki búin að taka frá kvöld fyrir matarklúbb þar sem það virðist ekki vera búið að negla niður nákvæma dagsetningu. Er það 2. eða 27.? Mér er nokk sama, væri alveg til í 27. maí þar sem það er styttra í þann dag. Gætum við ekki bara hitt þá Thelmu og Jóa niðrí bæ eða eitthvað?? Á djamminu? Nóttin er ung og við líka. Verður þetta kannski djamm eða ekki? Ég veit ekkert hvað er í gangi. Sorrí. Reyndar djömmum við aldrei þegar við ætlum að gera það en það er önnur saga. En annars er mér alveg sama um dagsetninguna.
Einnig var ég að velta því fyrir mér hvort við gætum hist allar stelpurnar saman áður en ég fer út eftir 3 vikur. Borðað saman einhvers staðar úti eða eitthvað. Hvað segið þið um það? Því svo sé ég ykkur ekkert í 2 mánuði nema kannski þegar ég kem í örfáa daga í júlí!
Jæja, búið og bless.
Birt af Ólöf kl. 2:17 e.h. |
sunnudagur, maí 14, 2006
Eurovision"partý"!!
Hæ hæ hvernig líst ykkur á að koma heim til okkar næsta fimmtudag og styðja hana Silvíu Nótt?? Allavega verðum við heima ef þið hafið áhuga á að kíkja í smá "fimmtudags - eurovisionpartý" :-) Endilega látið mig vita ef áhugi er fyrir hendi að hittast aðeins og hafa gaman. Það er nefnilega svo langt síðan að við hittumst síðast og mér finnst alveg vera kominn tími á einn svona skyndihitting ;-)
Hvernig var það svo Dögg. Hvernær ætlið þið að hafa matarklúbbinn ykkar? Við erum akkúrat í brúðkaupi 27.maí (laugardagur) og því upptekin þá, en annars ættum við að komast alla hina dagana svo lengi sem við fáum pössun fyrir börnin :-) Bara gott að hafa smá fyrirvara, þá eru meiri líkur á að við fáum pössun :-D
Birt af Thelma kl. 12:49 e.h. |
fimmtudagur, maí 11, 2006
For fanden man
Jæja, þá er að koma að þessu. Á morgun um þetta leytið þá verð ég löngu lent með alla gríslingana á eftir mér. Eins gott að þau hagi sér vel. Verst að við sem förum út erum nær öll reynslulaus í svona ferðum... Aðeins einn sem fór út í fyrra! Þetta verður því eitthvað mikið stress sjitt sjitt sjitt.
Held ég fari bara að klára að pakka og skella mér í dönskugírinn. Det er sgu Köbenhavn i morgen, jah Lars. Nu skal vi i biffen og gå en tur sammen i skoven. Måske vi spiser en burger sammen på Ströget og Tivoli. Já já, nú er þetta bara komið í vitleysu. Stress.
Bið að heilsa.
'olöf birna
Birt af Ólöf kl. 4:52 e.h. |
miðvikudagur, maí 03, 2006
Hvað er að frétta?
Hvað er að frétta af íbúðarmálum Sigurveig?
Af Danmerkur undirbúningi Ólöf?
Af litlu skvísunni Elsa?
Af atvinnu málum og Íslandsför Ásta?
Af dagmömmu aðlögun og familíunnu Thelma?
Af húsaframkvæmdum og deildarstjóravinnunni Bryndís?
Bara svona að forvitnast
kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 12:15 e.h. |