Hvað segið þið gott? Það er allt mjög gott að frétta af mér. Búin með 8 daga vinnuviku þar sem var unnið frá morgni til kvölds og er samt bara ágætlega fersk. Ég þarf samt að trappa mig aðeins niður því eftir svona törn þá finnst mér mjög erfitt að sitja og gera ekki neitt. Finnst eins og ég eigi að vera að skipuleggja eitthvað eða fara eitthvað og sérstaklega vera innan um fólk. Þetta er alltaf svona.
En annars, úr einu í annað. Ég er orðin svolítið rugluð á dagsetningum.. Er búin að taka frá 4. júní fyrir skírn. Er ekki búin að taka frá kvöld fyrir matarklúbb þar sem það virðist ekki vera búið að negla niður nákvæma dagsetningu. Er það 2. eða 27.? Mér er nokk sama, væri alveg til í 27. maí þar sem það er styttra í þann dag. Gætum við ekki bara hitt þá Thelmu og Jóa niðrí bæ eða eitthvað?? Á djamminu? Nóttin er ung og við líka. Verður þetta kannski djamm eða ekki? Ég veit ekkert hvað er í gangi. Sorrí. Reyndar djömmum við aldrei þegar við ætlum að gera það en það er önnur saga. En annars er mér alveg sama um dagsetninguna.
Einnig var ég að velta því fyrir mér hvort við gætum hist allar stelpurnar saman áður en ég fer út eftir 3 vikur. Borðað saman einhvers staðar úti eða eitthvað. Hvað segið þið um það? Því svo sé ég ykkur ekkert í 2 mánuði nema kannski þegar ég kem í örfáa daga í júlí!
Jæja, búið og bless.
laugardagur, maí 20, 2006
Hæ hó
Birt af Ólöf kl. 2:17 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|