föstudagur, mars 21, 2008

Sveitablogg

Við Grímur erum í sveitinni um páskana. Við höfum það mjög gott í góða veðrinu. Hingað til höfum við bara slappað af og horft á DVD myndir. Snjórinn er alveg að fara en ennþá er samt hægt að fara aðeins á snjósleða.

Jónas Bróðir og fjölskylda komu í heimsókn í dag. Litlu stelpurnar þurftu að fá að skoða dýrin í sveitinni. Sú litla sem er rétt rúmlega eins og hálfs árs var sko ekki hrædd við dýrin. Ég fór með hana í hænsnakofan og hún hljóp á eftir hænunum og reyndi að grípa þær. Svo leist henni svo ljómandi vel á kalkúnan, sem er 3 x stærri en hún, að vildi endilega faðma hann. Ég hélt nú aftur að henni því fuglinn er nú ekki sá skapbesti.

Við skoðuðum svo hestana og sú litla greip í múlinn á einum þeirra og reyndi að toga ferlíkið til sín. Hún ætlaði sko á hestbak eða að knúsa hann. Engu að síður var hún alveg dýr-vitlaus ef hægt er að orða það þannig. Mjög gaman að sjá svona ekta borgarkrakka í sveitinni.

Annars ætlum við bara að hafa það rólegt um helgina...og slappa sem mest af

kv Dögg