Við Adríahafið. Lítill, gamall bær sem kallast Piran
Góðan daginn.
Hvað er ferskara en að blogga eldsnemma á laugardagsmorgni.. Kommon, ég var vöknuð fyrir klukkan sjö, hvaða rugl er nú það.
Annars, lítið að frétta héðan. Kom heim frá Slóveníu á mánudaginn. Ferðin gekk vel, var reyndar nokkuð stressuð fyrir fyrirlesturinn (náladofi í puttunum meðal annars) en hann gekk bara ágætlega og ég er súperstolt af sjálfri mér. Sérstaklega þar sem fólkið sem tók þátt í málstofunni og nokkrir hlustendur voru þekkt glákunöfn, nöfn sem eru á annarri hvorri grein sem ég les.
Slóvenía kom á óvart, mjög fallegt og afslappað land. Veðrið var mjög gott, sandalar og stuttermabolir undir pálmatrjám :)Mæli með Suður Evrópu.
Þegar að ég kom heim þá var spennufallið gríðarlegt eftir álagið undanfarnar vikur. Rannís umsóknirnar tóku allt of mikinn tíma þannig að undirbúningur fyrir ráðstefnuna var miklu takmarkaðri en ég ætlaði mér. Ferðin sjálf var líka mikil keyrsla. Ég er því búin að vera í einhvers konar zombie ástandi frá því að ég kom heim þar til í gær, þá vaknaði ég aftur til lífsins. Saumaði slátur með mömmu og Önnu Fanneyju og ætla að skrappa í dag (ásamt því að taka til, það fylgir).
Allaveganna, ef ykkur langar í flott sumarfrí þá segi ég flug og bíll um suður Evrópu. Heillaði mig.
Þar sem að það er allt lokað á sunnudögum í Ljubljana þá skelltum við okkur í bíltúr og keyrðum að þessu fallega vatni við lítið þorp sem kallast Bled. Alparnir liggja í bakgrunninum. Austurríki er í svona hálftíma fjarlægð.
laugardagur, október 10, 2009
Ekkert að frétta
Birt af Ólöf kl. 8:28 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|