Við ætlum að hafa matarklúbb laugardaginn 31 október, síðustu helgina í mánuðinum. Það var erfitt að finna helgi sem myndi hennta öllum, sérstaklega því að strákarnir eru að fara í sumarbústaðarferðina sína næstu helgi.
Við ætlum að hafa óhefðbundinn matarklúbb og það verður Brunch. Það eiga allir að koma með eitthvað sem sæmir sér vel á Brunch borði. Það eru allir fjölskyldumeðlimir velkomnir en við munum fara að ráðleggingum sóttvarnarlæknis að þeir sem hafa verið veikir eigi að halda sig heima 7 daga frá því að veikindin hófust. Við viljum nú ekki að allur matarklúbburinn leggist í svínaflensu.
Við mælum með að það verði tekin með inni og útileikföng fyrir börnin því það er ekki svo mikið úrval af leikföngum hér nema fyrir þessi allra minnstu.
mæting kl 11
sunnudagur, október 18, 2009
Næsti mató
Birt af Dögg kl. 1:09 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|