Hádí
Var búin að skrifa ágætis blogg en tókst einhvern veginn að klúðra því þegar ég reyndi að setja inn mynd. Því miður virðist ég ekki muna lengur hvernig á að gera það :(
Ég varð að skrifa eitthvað inn á síðuna okkar svo hún lognist nú ekki alveg út af. En þar sem það styttist nú óðum í það að flestir fara að vinna eða í skóla þá lifnar síðan nú örugglega við aftur. 'Eg hef engar áhyggjur af því.
Mig langaði bara að vita hvað Hákarar ætla að gera um helgina... Ég er til í útilegu þar sem sólin skín og fuglarnir syngja í takt við sumargoluna. Hvað með ykkur??
Endilega kommentið, kæru Hákarar.
Kveðja.
þriðjudagur, júlí 27, 2004
=^ ^=
Birt af Ólöf kl. 1:20 e.h. |
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Jæja stelpurFjör í sumar
Jæja rúsínurnar mínar. Nú er allt að gerast. Útileiga um helgina, svo ætla ég að halda matarklúbb næstu lausu helgi þegar allir eru heima. Svo erum við Sigurveig að skipuleggja skemmtiferð fyrir hópinn síðustu helgina í ágúst þannig að haldið þeirri helgi opinni.
Annars er lítið að frétta af mér. Brá mér á deit á mánudaginn sem var nú frekar misheppnað en deit engu að síður. Ég hef ekki farið á deit í rúmt ár þannig að það var kominn tími til. Það eru ekki fyrirhuguð fleiri stefnumót með þeim manni.
Ég heyrði í Elsu og Fjalari áður en þau lögðu af stað út. Rosalega ánægð með brúðkaupið og gjafirnar og ætla að bjóða okkur í mat til að sjá nýja matarstellið fljótlega.
Svo fórum við Sigurveig í bíó á þriðjudaginn, sáum klassíska stelpumynd. Raising Helen, hún var alveg ágæt en svolítið langdregin, kannski aðeins of mikið Daytime television for women stíll á henni. Hér með auglýsi ég eftir einhverjum til að koma með mér á Harry Potter og Spiderman myndina sem ég verð auðvitað að sjá líka.
Kveðjur af Suðurlandinu
Birt af Ólöf kl. 10:26 f.h. |
miðvikudagur, júlí 14, 2004
The morning I wake up....
Before I put on my makeup...
Ég varð að byrja bloggið á þessum orðum til að koma þeim frá mér vonandi fyrir fullt og allt... Er nefnilega búin að vera með þetta lag á heilanum síðan á fimmtudaginn!
Ég ætlaði hinsvegar ekki að tala um brúðkaup í dag, nei nei, heldur útilegu. Við Ruben erum alveg til í eina skemmtilega útilegu í góðu veðri (vonandi). Erum búin að fá leyfi til þess að fara á bílnum hennar Írisar sis og einnig búin að fá lánað tjald hjá Önnu Fanneyju sis og svo er ég tilbúin með kíkir, fuglahandbókina og íslensku plöntuhandbókina ásamt myndavél! Það verður því stuð og gaman hjá mér og íslenska lífríkinu...
Hverjir ætla að skella sér með?
Birt af Ólöf kl. 4:44 e.h. |
mánudagur, júlí 12, 2004
Komnar inn myndir frá brúðkaupinu!!!
Endilega kíkið á myndirnar....varð að takmarka við bara okkur og svo auðvitað brúðhjónin vegna þess að ég er með um 900 myndir í tölvunni og ég setti samt inn rúmlega 60 myndir.
Birt af Thelma kl. 9:06 e.h. |
föstudagur, júlí 09, 2004
Stelpur er ekki kominn tími til að plana eitthvað annað en brúðkaup
Jæja rúsínurnar mínar
Núna þegar ég er búin að gera ykkur vitlausar á stjórnseminni í mér þá finnst mér kominn tími til að núlla eitthvað af henni út. Mig langar því að bjóða ykkur og mökum í sumarmatarklúbb næstu helgi. Helst á laugardeginum. Pælingin var að hafa létta sumarrétti og við myndum fara í göngu í kringum elliðadalinn áður en við settumst að snæðingi. Mæting myndi vera um kl 18 og bjór og aðrir áfengir drykkir hafðir við hönd. Endilega commenterið ef tími og staður henntar illa
kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 5:48 e.h. |
miðvikudagur, júlí 07, 2004
ABDEOST
Jæja þá skal ég skrifa aðeins meira...en ég hef það nú samt á tilfinningunni að það sé enginn inni á þessari síðu nema ég og Thelma. Jæja núna í augnablikinu er ég með þrjá öskurapa í kringum mig. Held reyndar að þau séu að fara út (YES) en ég veit ósköp vel að það verður nú ekki lengi (það verður ráp í ca 15 mín en svo gefast þau upp og koma inn) Börn í dag kunna ekki að leika sér úti...eða inni. Ok þá eru þau farin út. Annars er ósköp fátt að frétta af mér nema ég er að reyna að finna mér einhver föt til þess að vera í í brúðkaupinu og það stúlkur mínar gengur ekki vel. Hvað segirðu annars Elsa...er ekki alveg leyfilegt að vera á Evu-klæðunum ;o) Dúbbí dú...
Af fiskunum er allt gott að frétta...var nú reyndar að vonast til þess að þeir færu að D R E P A S T... en af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá virðast það ekki vera að gerast.
Fleira var það ekki í fréttum í bili þannig að ....ADIOS AMIGOS
Birt af Nafnlaus kl. 4:04 e.h. |
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Stelpa, stelpa, stelpa.....;-)
Blessuð Sveiga....þú mátt alveg líka skrifa eitthvað bitastætt handa okkur....;-)
Annars er ég byrjuð að vinna á fullu og það var nú aðeins meira að gera í dag heldur en í gær, þannig að þetta er allt að koma, er bara enn að komast inn í allt. Hann Rúnar Örn datt reyndar á hausinn í dag í leikskólanum og við héldum að hann hafi fengið gat vegna þess að það blæddi svo mikið fyrst, en nei sem betur fer fékk hann aðeins kúlu og smá skrámu þannig að það þurfti ekkert að sauma eða plástra....sem betur fer! En ég fór nú samt með hann til læknis til vonar og vara.
Enn styttist í brúðkaupið hjá Elsu og Fjalari og er maður að verða frekar spenntur....bara fjórir dagar til stefnu....hvernig líður þér annars Elsa??? Bara að verða eiginkona fljótlega :-)
Birt af Thelma kl. 6:21 e.h. |
Stelpa, stelpa, stelpa.....;-)
Blessuð Sveiga....þú mátt alveg líka skrifa eitthvað bitastætt handa okkur....;-)
Annars er ég byrjuð að vinna á fullu og það var nú aðeins meira að gera í dag heldur en í gær, þannig að þetta er allt að koma, er bara enn að komast inn í allt. Hann Rúnar Örn datt reyndar á hausinn í dag í leikskólanum og við héldum að hann hafi fengið gat vegna þess að það blæddi svo mikið fyrst, en nei sem betur fer fékk hann aðeins kúlu og smá skrámu þannig að það þurfti ekkert að sauma eða plástra....sem betur fer! En ég fór nú samt með hann til læknis til vonar og vara.
Enn styttist í brúðkaupið hjá Elsu og Fjalari og er maður að verða frekar spenntur....bara fjórir dagar til stefnu....hvernig líður þér annars Elsa??? Bara að verða eiginkona fljótlega :-)
Birt af Thelma kl. 6:21 e.h. |
Stelpur stelpur stelpur
Þið sökkið feitt í þessu bloggi...Hvað er málið!!!
Þið verðið að fara að taka ykkur á og skrifa eitthvað inn á þessa síðu og hana nú
Kveðjur...
Birt af Nafnlaus kl. 5:24 e.h. |