miðvikudagur, júlí 07, 2004

ABDEOST

Jæja þá skal ég skrifa aðeins meira...en ég hef það nú samt á tilfinningunni að það sé enginn inni á þessari síðu nema ég og Thelma. Jæja núna í augnablikinu er ég með þrjá öskurapa í kringum mig. Held reyndar að þau séu að fara út (YES) en ég veit ósköp vel að það verður nú ekki lengi (það verður ráp í ca 15 mín en svo gefast þau upp og koma inn) Börn í dag kunna ekki að leika sér úti...eða inni. Ok þá eru þau farin út. Annars er ósköp fátt að frétta af mér nema ég er að reyna að finna mér einhver föt til þess að vera í í brúðkaupinu og það stúlkur mínar gengur ekki vel. Hvað segirðu annars Elsa...er ekki alveg leyfilegt að vera á Evu-klæðunum ;o) Dúbbí dú...
Af fiskunum er allt gott að frétta...var nú reyndar að vonast til þess að þeir færu að D R E P A S T... en af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá virðast það ekki vera að gerast.
Fleira var það ekki í fréttum í bili þannig að ....ADIOS AMIGOS