Jæja rúsínurnar mínar. Nú er allt að gerast. Útileiga um helgina, svo ætla ég að halda matarklúbb næstu lausu helgi þegar allir eru heima. Svo erum við Sigurveig að skipuleggja skemmtiferð fyrir hópinn síðustu helgina í ágúst þannig að haldið þeirri helgi opinni.
Annars er lítið að frétta af mér. Brá mér á deit á mánudaginn sem var nú frekar misheppnað en deit engu að síður. Ég hef ekki farið á deit í rúmt ár þannig að það var kominn tími til. Það eru ekki fyrirhuguð fleiri stefnumót með þeim manni.
Ég heyrði í Elsu og Fjalari áður en þau lögðu af stað út. Rosalega ánægð með brúðkaupið og gjafirnar og ætla að bjóða okkur í mat til að sjá nýja matarstellið fljótlega.
Svo fórum við Sigurveig í bíó á þriðjudaginn, sáum klassíska stelpumynd. Raising Helen, hún var alveg ágæt en svolítið langdregin, kannski aðeins of mikið Daytime television for women stíll á henni. Hér með auglýsi ég eftir einhverjum til að koma með mér á Harry Potter og Spiderman myndina sem ég verð auðvitað að sjá líka.
Kveðjur af Suðurlandinu
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Jæja stelpurFjör í sumar
Birt af Ólöf kl. 10:26 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|